Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

GKS 3270 4to

Lög ; Ísland, 1340-1360

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

1 (1v-22r)
Kristinréttur Árna biskups
Titill í handriti

Hér byrjast upp kristinsdómsbálkur Íslendinga hinn nýi og segir í fyrsta kapítula um kristiliga trú

Upphaf

Það er upphaf laga vorra Íslendinga sem upphaf er allra góðra hluta …

Niðurlag

… hafa hálft konungur en hálft biskup.

2 (22r)
Biblían
Titill í handriti

Sancti Johanni

Upphaf

In illis dixit Ihesus turbis iudeorum …

Niðurlag

… nec dum uenerat hora eius.

Athugasemd

Úr Jóhannesarguðspjalli (8.12-20).

Tungumál textans
latína
Efnisorð
3 (22v-102r)
Jónsbók
Upphaf

Magnús meður Guðs miskunn Noregs konungur son Hákonar konungs …

Niðurlag

… en virða þó til fullra aura.

Efnisorð
3.1 (102r)
Bæn
Upphaf

Nú gefi vor herra Jesús Christus oss þessa bók …

Niðurlag

… oss öllum nú og jafnan. Amen.

Efnisorð
4 (102r-104v)
Réttarbætur Eiríks konungs Magnússonar
Titill í handriti

Bréf Eiríks Noregskonungs

Upphaf

Eiríkur með Guðs miskunn Noregs konungur son Magnús konungs …

Niðurlag

… Jón klerkur ritaði.

Efnisorð
5 (104v-105r)
Réttarbætur Hákonar konungs Magnússonar
Titill í handriti

réttar bætur

Upphaf

Þessar réttarbætur gaf Hákon konungur sem hér fylgja …

Niðurlag

… Símon klerkur ritaði.

Efnisorð
6 (105r-107v)
Réttarbætur Hákonar konungs Magnússonar
Titill í handriti

Hákonar bréf

Upphaf

Hákon með Guðs miskunn Noregs konungur son Magnús konungs …

Niðurlag

… Jón murti ritaði.

Efnisorð
7 (107v-107v)
Skipan Vilhjálms kardinála
Titill í handriti

Leyfi kardinála

Upphaf

Þetta leyfi gaf Vilhjálmur kardináli …

Niðurlag

… þar sem hann er kominn að helginni.

Efnisorð
8 (107v-108v)
Staðfesting Innocentíusar páfa fjórða
Titill í handriti

Bréf páfans

Upphaf

Innocentíus páfi þjónn allra Guðs þjóna …

Niðurlag

… á hinu vii. ári vors páfadóms.

Efnisorð
9 (108v-109r)
Bygginga kapítuli
Titill í handriti

Bygginga kapítuli

Upphaf

Nú ef umboðsmaður konungs byggir jarðir í héraði …

Niðurlag

… ef landsbúi er í útlegð.

Efnisorð
10 (110r-129v)
Hirðskrá
Titill í handriti

Hér byrjast Hirðskrá

Upphaf

Það er upphaf hirðlaga vorra …

Niðurlag

… konungi vorum til trausts og sæmdar. Oss …

Athugasemd

Síðustu línur laganna hljóta að hafa verið á öðru af þeim tveimur blöðum sem glatast hafa úr handritinu og móta sést fyrir aftast.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 129 + i blöð (157-160 mm x 187-192 mm). Bl. 109 er 259 mm á hæð. Blaðstubburinn sem skrifað er á er 96 mm á hæð en mesta breidd 94 mm, minnsta 91 mm. Auð blöð: 1r (að mestu), 109v.
Tölusetning blaða

  • Nýleg blýantsblaðmerking 1-129, efst á milli dálka.
  • Jón Sigurðsson hefur blaðsíðumerkt víða, að jafnaði á 10 síðna fresti en örlítið þéttar bæði fremst og aftast. Óvart hefur bls. 52 verið merkt sem 51 og af þeim sökum skekkist blaðsíðutal sem því nemur.

Kveraskipan

18 kver.

  • Kver I: 8 blöð.
  • Kver II: 8 blöð.
  • Kver III: 4 blöð.
  • Kver IV: 10 blöð.
  • Kver V: 3 blöð.
  • Kver VI: 8 blöð.
  • Kver VII: 8 blöð.
  • Kver VIII: 8 blöð.
  • Kver IX: 6 blöð.
  • Kver X: 8 blöð.
  • Kver XI: 8 blöð.
  • Kver XII: 8 blöð.
  • Kver XIII: 6 blöð.
  • Kver XIV: 8 blöð.
  • Kver XV: 8 blöð.
  • Kver XVI: 8 blöð.
  • Kver XVII: 8 blöð.
  • Kver XVIII: 4 blöð.

Umbrot

  • Tvídálka.
  • Línufjöldi er yfirleitt 24 í hverjum dálki en fremst og aftast gjarnan 23.
  • Leturflötur er að meðaltali 194-202 mm x 144-149 mm. Breidd dálka er 66-70 mm.
  • Hvergi sést markað fyrir dálkum og línum.
  • Síðari tíma síðutitlar á bl. 29v-30r, 45v-46r, 57v-58r, 81r.

Ástand

  • Útsíður nær allra kveranna eru dekkri og að jafnaði óhreinni en innsíður og bera meiri merki um meðhöndlun, sem bendir til þess að kverin hafi um tíma verið laus og óinnbundin. Þetta er einkum áberandi í síðustu kverunum.
  • Blekblettir og bleksmitun víða á spássíum. Blektæring sést og víða.
  • Göt sem komið hafa við verkun skinnsins eru fá (bl. 22, 104, 123).
  • Rifur örfáar og ekki áberandi.
  • Af bl. 109 er einungis varðveittur efri hluti (1/4 hluti blaðsins) auk blaðbrotsblaðs, og einungis skrifað á rektósíðu.
  • Tvö blöð vantar aftast.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift. Letrið er stórt og reglulegt. Sama hönd er á fyrri hluta GKS 3268 4to, AM 420 a 4to, og sumum vísunum í Egils sögu Möðruvallabókar

Skreytingar

Handritið er allt lýst með litdregnum upphafsstöfum. Sams konar upphafsstafi er að finna í öðru Jónsbókarhandriti frá sama tíma og með sömu hendi, GKS 3268 4to, og mjög svipaðir upphafsstafir eru einnig í Stjórnarhandritinu AM 226 fol. og Flateyjarbók, GKS 1005 fol., sem Magnús Þórhallsson lýsti (sbr. Guðbjörg Kristjánsdóttir 1993 , bls. 25-26).

Krossfestingarmynd er á bl. 23v (ytri dálki), en hún er talin gerð af sama manni og lýsti Skarðsbók Jónsbókar, AM 350 fol. (sbr. Guðbjörg Kristjánsdóttir 1993 , bls. 25).

Spássíumynd af hengdum manni er á bl. 7r, við upphaf kafla um gröft í kirkjugarði.

Spássíumynd af manni er á bl. 97r, við upphaf Þjófabálks.

Stór upphafsstafur í mynd dreka er á einum stað:

  • Bl. 26r: F (7 inndregnar línur) í upphafi Þingfararbálks.
Stafur með sama sniði er á bl. 2v í GKS 3268 4to.

Stór sögustafur er á einum stað:

  • Bl. 29v: Þ (5 línur) í upphafi Kristindómsbálks.

Upphafsstafir skreyttir með pennaflúri (3-5 inndregnar línur) og margir með myndum af dýrum og kynjaskepnum ýmiskonar, eru í upphafi annarra bálka:

  • Bl. 1v: Þ (5 línur) í upphafi Kristinréttar Árna biskups.
  • Bl. 22v: M (3 línur) í upphafi bréfs Magnúsar konungs.
  • Bl. 34r: J (meðfram leturfleti) í upphafi Konungs þegnskyldu.
  • Bl. 34v: Ð (5 línur) í upphafi Mannhelgi.
  • Bl. 45r: F (4 línur) í upphafi Kvennagiftinga.
  • Bl. 47v: S (4 línur) í upphafi Erfðabálks.
  • Bl. 57v: H (5 línur) í upphafi Landabrigðabálks.
  • Bl. 60v: E (6 línur) í upphafi Landsleigubálks.
  • Bl. 82r: Ð (6 línur) í upphafi Kaupabálks.
  • Bl. 89v: S (5 línur) í upphafi Farmannalaga.
  • Bl. 97r: Þ (5 línur) í upphafi Þjófabálks.
  • Bl. 102r: E (5 línur) í upphafi réttarbóta Eiríks konungs.
  • Bl. 110r: Ð (5 línur) í upphafi Hirðskrár.
Þrír til fjórir litir eru notaðir (rauður, rauðbrúnn, grænn og/eða gráblár) og einkennandi er að stafirnir sjálfir eru tvílitir, flestir með eins konar innlagðri skreytingu eða mynstri.

Minni pennaflúraðir upphafsstafir (yfirleitt 2 inndregnar línur), einlitir með flúri í öðrum lit, eru í upphafi kafla. Í mörgum þeirra eru einnig myndir af dýrum, kynjaskepnum eða mannsandlitum.

Rauðritaðar fyrirsagnir eru alls staðar við upphaf bálka og kafla.

Línufyllingar í rauðum og grænum lit eru í efnisyfirliti á bl. 23v-25v og á stöku stað aftan við rauðritaðar fyrirsagnir.

Víða er strikað eða dregið með rauðum lit í stafi og orð til áherslu.

Nótur

Nótur á spjaldblöðum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Gotneskt band frá ca 1644-1662. Eikarspjöld og kjölur klædd með dökkbrúnu kálfskinni (280 mm x 210 mm x 80 mm). Leður blindþrykkt á spjöldum og kili. Þrykking: Sammiðja rammar og miðjuklisja. Miðjuklisjan sýnir Judith með afhöggvið höfuð Holoferns í vinstri hönd og sverðið í þeirri hægri. Þrefaldur línurammi utan um klisjuna og utan um hann er þrykkborði með endurtekinni röð fimm mismunandi skjaldmynda. Milli þessa miðjureits og þrefalds beinlínuramma við spjaldbrún er flúrborði með röð pálmalaufa. Tvöfaldar þrykklínur á skáskurði spjaldbrúna. Kjölur er fimm reitir, rosetta í þremur innstu reitunum en stjarna í ystu (vantar neðst vegna viðgerðar). Spjaldblöð (leyst frá spjöldum 1972 (sbr. aftara spjald)) eru bókfell úr latnesku helgisiðahandriti með nótum. Pennakrot á fremra spjaldblaði rektó og á aftara spjaldblaði.

Föst við spjöld eru rifrildi úr próförk (fremur en fullprentuðu blaði) að Þorláksbiblíu sem var prentuð á Hólum í Hjaltadal 1644. Þetta bendir eindregið til að handritið hafi verið bundið á Hólum (sbr. seðil Ólafs Halldórssonar).

Handritið liggur í öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til miðrar 14. aldar (sbr. Stefán Karlsson 1967:27 ), en Kålund tímasetti til fyrri hluta aldarinnar ( Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifter 1900:72 ).

Ferill

Brynjólfur Sveinsson biskup átti handritið 1644 (neðri spássía 2r) en sendi það Det kongelige bibliotek árið 1662.

Nöfnin Brynjólfur og Daði eru krotuð á fremra spjaldblað rektó.

Nafnið Jón Magnússon kemur fyrir á bl. 87r.

Dagsetningin 16. febrúar 1626 kemur fyrir á bl. 44r.

Dagsetningin 1614 kemur fyrir á bandi.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. janúar 1981.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn 1972.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í júní 1977.

Notaskrá

Höfundur: Jacobsen, Bent Chr.
Titill: Om lovbøgernes kristendomsbalk og indledningskapitlerne i de yngre kristenretter,
Umfang: s. 77-88
Höfundur: Magerøy, Ellen Marie
Titill: , Islandsk hornskurd. Drikkehorn fra før "brennevinstiden"
Umfang: Supplementum 7
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Palæografi. B. Norge og Island, Nordisk kultur
Umfang: 28:B
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Dynskógar, Heimildir í handritum um klaustrin í Skaftafellsþingi
Umfang: 7
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: , Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages
Umfang: 7
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Illuminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica
Umfang: 28
Höfundur: Fett, Harry
Titill: Miniatyrer fra islandske haandskrifter, Bergens Museums Aarbog
Umfang: 7
Höfundur: Fett, Harry
Titill: Miniatures from Icelandic manuscripts, Saga book
Umfang: 7
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: On the structure, format, and preservation of Möðruvallabók, Gripla
Umfang: 21
Höfundur: Widding, Ole
Titill: Fróðskaparrit, Fundu-fundinn eller funnu funninn
Umfang: 13
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Sagas of Icelandic bishops. Fragments of eight manuscripts, Introduction
Umfang: s. 9-61
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: , Skarðsbók - uppruni og ferill
Umfang: I
Lýsigögn
×

Lýsigögn