Skráningarfærsla handrits

Einkaeign 18

Bæna- og sálmabók ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-4r)
Bæn út af píslardauða Krists
Titill í handriti

Ein ágæt og innileg bæn og þakkargjörð út af pínu og dauða drottins vors Jesú Kristí

Upphaf

Ó, þú allra heilagasti og ástúðlegasti herra Jesú Kriste …

Niðurlag

… ásamt öllum heilögum og útvöldum að vera og blífa eilíflega. Amen. Amen.

Efnisorð
2 (4r-7v)
Bæn út af píslarsárum Krists
Titill í handriti

Ein Bæn út af píslarsárum drottins vors Jesú Kristí

Upphaf

Ó, herra Jesú Kriste, þínar heilögu undir og píslarsár séu mér ein lifandi uppspretta til huggunar …

Niðurlag

… og dýrmætustu tárin píslarsára. Amen minn Jesú, amen, amen.

Efnisorð
3 (8r-9r)
Morgunbæn
Titill í handriti

Rétttrúaðs kristins manns morgunbæn

Upphaf

Ó, þú eilífi og almáttugi Guð, hjartagóði …

Niðurlag

… sáluhjálplegan dauða og dýrðarlega upprisu. Amen.

Efnisorð
4 (9r-11r)
Kvöldbæn
Titill í handriti

Kvöldbænin

Upphaf

Ó, himneski faðir, á þessari kvöldstundu beygi eg aftur mín kné …

Niðurlag

… ró og hvíld í faðmi Abrahams. Amen.

Efnisorð
5 (11r-v)
Skírnarsálmur
Titill í handriti

Sálmur við barnaskírn. Tón: Halt oss, Guð, við þitt hreina orð …

Upphaf

Þú varst fyrir oss eitt ungbarn …

Lagboði

Halt oss, Guð, við þitt hreina orð …

Niðurlag

… hjá þér síðar eilíflega. Amen.

Athugasemd

Sex vers.

6 (12r-v)
Jólasálmur
Titill í handriti

II. dag jóla. Eftir blessan. Tón: Faðir vor sem á himnum ert …

Upphaf

Guði sé lof fyrir gleðileg jól …

Lagboði

Faðir vor sem á himnum ert …

Niðurlag

… fæðingardagur til eilífs lífs. Amen.

Athugasemd

8 vers.

7 (12v-14r)
Jólasálmur
Titill í handriti

III. dag jóla. Eftir blessan. Tón: Ofan af himnum hér kom eg

Upphaf

Herra Jesú mín heilsugjöf …

Lagboði

Ofan af himnum hér kom eg …

Niðurlag

… himnesku brauði síðar meir.

Athugasemd

14 vers.

8 (14r-v)
Jólasálmur
Titill í handriti

Sunnudaginn milli jóla og áttadags. Eftir blessan. Tón: Heimili vort og húsin með …

Upphaf

Foreldrar Jesú full af ást …

Lagboði

Heimili vort og húsin með …

Niðurlag

… fæddur svo huggun heyrði. Amen.

Athugasemd

Sjö vers.

9 (14v-15v)
Nýárssálmur
Titill í handriti

Sunnudaginn milli áttadags og þrettánda. Eftir blessan. Tón: Guðsson kallar: Komið til mín …

Upphaf

Þá Heródes það heyra vann …

Lagboði

Guðsson kallar: Komið til mín …

Niðurlag

… þér sé lof, eilíf æra.

Athugasemd

Átta vers.

10 (15v-16v)
Sálmur
Titill í handriti

II. sunnudag eftir þrettándann. Eftir blessan. Tón: Heimili vort og húsin með …

Upphaf

Heiðrað sé Jesú háleitt verk …

Lagboði

Heimili vort og húsin með …

Niðurlag

… í blessuðu brúðkaups sæti. Amen.

Athugasemd

Níu vers.

Efnisorð
11 (16v-18r)
Sálmur
Titill í handriti

II. sunnudag í föstu. Eftir blessan. Tón: Ó, þú ágæta eðla nafnið Jesús

Upphaf

Ein kanversk kvinna kom þar sem var …

Lagboði

Ó, þú ágæta eðla nafnið Jesús …

Niðurlag

… þverri aldrei Jesú.

Athugasemd

Tíu vers.

Efnisorð
12 (18r-19r)
Sálmur
Titill í handriti

Á Allra heilagra messu. Eftir predikun

Upphaf

Kært lof Guðs kristnin altíð …

Niðurlag

… nú unni oss drottinn mest. Amen.

Athugasemd

Þrettán vers.

Efnisorð
13 (19v-20r)
Fermingarsálmur
Titill í handriti

Sálmur af dönsku útlagður, sem eftir kónglegri skipan skal syngjast í kirkjunum að endaðri ungdómsins confirmation. Tón: Heiðrum vér Guð af hug og sál …

Upphaf

Óttastu, barn mitt, einan Guð …

Lagboði

Heiðrum vér Guð af hug og sál …

Niðurlag

… dýrð og þökkin greið. Amen.

Athugasemd

Fimm vers.

14 (20r-v)
Sálmur
Titill í handriti

Eftir kirkjuinnleiðslu kvenna. Tón: Af föður hjarta barn er borið …

Upphaf

Í Jesú nafni Guð minn gæfi …

Lagboði

Af föður hjarta barn er borið …

Niðurlag

… lof, dýrð, heiður að eilífu.

Athugasemd

Fjögur vers.

Efnisorð
15 (20v-25v)
Sálmvers eftir predikun
Titill í handriti

Eftirfylgjandi vers syngjast af predikunarstólnum, áður en guðspjallið er lesið.

Upphaf

Þakkir vér glaðir gjörum …

Athugasemd

Fjöldi versa og vísanir í önnur vers til að syngja eftir predikun kirkjuárið um kring.

Efnisorð
16 (25v-31v)
Sálmur
Titill í handriti

Einn sálmur. Þ.Þ.S. Tón: Jesús Kristur að Jórdan kom

Upphaf

Hvörnin eru þau umskiptin / orðin á þínu skarti …

Lagboði

Jesús Kristur að Jórdan kom …

Niðurlag

… hér og um aldir alda. Amen.

Athugasemd

Þ.Þ.S. stendur líklega fyrir Þorberg Þorsteinsson.

40 vers.

Efnisorð
17 (31v-34r)
Sálmur
Titill í handriti

Andvarp trúaðrar manneskju, sem sorgbitin íhugar hvað hún missti í falli Adams og Evu, en undireins glaðvær grundar hvað gott hinn annar Adam, drottinn af himni, Jesús Kristur krossfestur, hefur henni með sinni pínu og saklausum dauða gefið. Ort af sr. Þorsteini Jónssyni dómkirkjunnar presti að Hólum. Tón: Óvinnanleg borg er vor Guð.

Upphaf

Hvenær sem renni eg huga mín / til hrösunar Adams fyrstu …

Lagboði

Óvinnanleg borg er vor Guð …

Niðurlag

… meður fögnuði mæta. Amen.

Athugasemd

17 vers.

Efnisorð
18 (34r)
Sálmvers
Titill í handriti

1 vers. Tón: Í Babýlon við vötnin

Upphaf

Þýðasti Jesú, þér er ljóst …

Lagboði

Í Babýlon við vötnin ströng …

Niðurlag

… orðum með æru haga.

Athugasemd

Bl. 34v autt.

Efnisorð
19 (35r-36v)
Morgunsálmur
Titill í handriti

Rétttrúaðs kristins manns morgunsálmur. Ortur af sr. Jóni Pj.s. 1750

Upphaf

Eilífi Guð almáttugi / ó, gæsku faðir blíði …

Niðurlag

… og svo upprisu án nauða. Amen.

Athugasemd

Sjö tölusett vers.

20 (36v-38v)
Kvöldsálmur
Titill í handriti

Kvöldsálmurinn. Með sama lag.

Upphaf

Himneski faðir, hjartans kné …

Niðurlag

… í faðmi Abrahams skæra. Amen.

Athugasemd

Tólf tölusett vers.

21 (39r)
Kóngs minni
Titill í handriti

1745 Fyrir kóngs minni. Tón: Ó, Guð, minn herra etc.

Upphaf

Vorn konung Kristján sjötta séð …

Lagboði

Ó, Guð, minn herra, aumka mig …

Niðurlag

… svo eignunst eilíft ríki.

Athugasemd

Eitt vers.

22 (39r-v)
Hjónaskál
Titill í handriti

Fyrir hjónaskál. Tón: Mikilli farsæld etc.

Upphaf

Þau eruverðug ungu hjón …

Lagboði

Mikilli farsæld mætir sá …

Niðurlag

… faðir, heyr það eg bið.

Athugasemd

Nafnið sr. Eggert kemur fyrir í versinu.

23 (39v)
Sálmvers
Titill í handriti

1744

Upphaf

Ó, minn Jesú, eg kann finna …

Niðurlag

… strýktur og húðfleginn.

Athugasemd

Eitt vers.

Efnisorð
24 (40r)
Sálmvers
Upphaf

Myrkur og dimma, dagur dregst nú …

Niðurlag

… góður því einn er hann.

Athugasemd

Eitt vers.

Efnisorð
25 (40v)
Lausavísa
Upphaf

Séra Jón á Skarði skýr / skáld er sóma hraður

Niðurlag

viskuríkur dáða dýr / drottins kennimaður.

Athugasemd

Vísan er efst á blaðinu en þar fyrir neðan eru krotuð nöfn og pennaprufur.

Efnisorð
26 (41r-66v)
Vikusálmar
Titill í handriti

Nokkrir sálmar sem syngjast mega kvöld og morgna alla vikuna. Ortir af Kolbeini Grímssyni út af bænabók D. Jóhanni Havermann. Þrykktir á Hólum í Hjaltadal Anno 1682. En nú skrifaðir á Hellisbrekkum af Vigfúsi Helgasyni Anno 1743.

Upphaf

Herra himneski faðir, / heilagi drottinn minn …

Efnisorð
26.1 (66v)
Lausavísa
Upphaf

Skrifuðust vers fyrir skatna þjóð / er skáldið orti hið forna

Niðurlag

svo mega Kolbeins sálmaljóð / syngjast kvöld og morgna.

Efnisorð
27 (67r-85r)
Vikusálmar
Titill í handriti

Hér eftirfylgja aðrir vikusálmar. Ortir af sr. Jóni Magnússyni fyrrum guðs orða þénara að Laufási en sunnudags morgunsálmurinn og kvöldsálmurinn hefur ei eftir hann fundist, og eru því nýlega gjörðir sem eftir fylgir.

Upphaf

Ó, þú heilagi herra minn …

Athugasemd

Tilvísanir í bækur biblíunnar á bl. 67r-69v.

Efnisorð
28 (85r-86v)
Sálmur
Titill í handriti

Einn sálmur með tón: Bæn mína heyr, ó, herra kær.

Upphaf

Guð meður orði gæskuhýr …

Niðurlag

Níu vers.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
86 + vii bl. í octavo-broti (160 mm x 100 mm). Bl. 34v autt.
Tölusetning blaða

Blöð handritsins eru ótölusett.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 135 mm x 85 mm í fyrri hluta handrits.
  • Í aftari hluta handrits er leturflötur ca 115-120 mm x 70 mm.
  • Línufjöldi er ca 20-24.
  • Griporð á stöku stað í fyrri hluta handrits. Í aftari hlutanum er pennaflúr í stað griporða.

Ástand
  • Vantar framan af.
  • Vatnsskemmdir víða.
  • Fremsta blaðið og tvö öftustu blöðin illa farin og rifin. Rifið neðan af bl. 1 kjalarmegin og texti skertur.
  • Saurblöð aftast í tætlum.
Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur.

Skreytingar

Bókahnútur og skrautrammi á bl. 66v.

Skrautrammi á bl. 25v.

Pennaflúraðir upphafsstafir á bl. 1r; 9r; 35r; 51v; 55v; 63r; 83v; 85r (stór).

Bl. 33r með rauðu bleki.

Nótur
Leifar af nótnaskrift á bókfelli í gömlu bandi.
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 40v er krotað nafnið Bjarni Brandsson og ártalið 1754, ásamt nokkru pennakroti.

Á bl. 42r er spássíukrot.

Á bl. 67r er nafnið Sigurður Gíslason á innri spássíu.

Nokkur nöfn krotuð á bl. 86v: Guðrún; Bjarni Finnsson; Arngrímur Magnússon með eigin hendi hefur þetta skrifað með sínum eigin penna og er hann dægilega góður vitna eg undirskrifuð (nafnið hefur trosnað af). Neðst á sama blaði er ártalið 1825.

Á bl. 85v er nafnið Gísli Helgason á spássíu.

Band

Band úr gömlu bókfelli með latneskum helgisiðatexta og nótum (160 mm x 83 mm x 23 mm); bandið er slitið og með stórri rifu langsum. Fremra spjald glatað.

Aftast eru slitur úr 7 blöðum, sum úr prentuðum bókum á þýsku.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, líklega á 18. öld.

Ferill

Handritið er í eigu sr. Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti í Borgarfirði.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
ÞS skráði á tímabilinu 22. ágúst - 13. desember 2017 og 22. janúar 2018.
Viðgerðarsaga
Handritið var í láni hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá júlí 2007.
Myndir af handritinu
Stafrænar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir.

Lýsigögn