Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,K,17

Vitnisburðarbréf

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Þessi er umkvörtun Brynjúlfs Magnússonar húsmanns í Þorgerðarhjalli, er hann framsagði fyrir kongelig majestets commissarium Árna Magnússyni oss undirskrifuðum nærverendum …

Athugasemd

Vitnisburðarbréf þar sem Brynjólfur Magnússon kvartar til Árna Magnússonar um að umboðsmaðurinn Niels Riegelsen meini honum að nýta jörðina Kirkjubæ andstætt samkomulagi við fyrrverandi umboðsmann, Hans Christiansson Rafn. Ritað í Vestmannaeyjum 31. maí 1704. Vottar eru Þórður Þórðarson og Magnús Erlingsson og þá votta Magnús, Sigurður Sölmundsson ogClemus Jónsson að Brynjólfur hafi forsvaranlega hirt um jörðina.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (215 mm x 165 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi ca 18.

Skrifarar og skrift
Ein hönd auk undirskrifta.

Sennilega hönd Þórðar Þórðarsonar, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Íslandi 31. maí 1704.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 2. maí 2018.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn