Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,K,13

Vitnisburðarbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Þessi er framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar húsmanns í Brattahúsi á Vestmannaeyjum að þá Pétur Vibe var umboðsmaður á Vestmannaeyjum, tók hann (Einar) sér þar til íbúðar eitt húsmannshús …

Athugasemd

Vitnisburðarbréf, dags. 30. maí 1704. Einar Guðbrandsson vitnar um að Pétur Vibe, umboðsmaður í Vestmannaeyjum, hafi hann óviljugan fært milli jarða.

Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar. Þrír menn votta að Einar segi satt frá.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (213 mm x 165 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi ca. 18.

Skrifarar og skrift
Ein hönd auk eiginhandaráritunar.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn

Laus seðill með óþekktri hendi, merktur „a“. Þar er sagt frá öðru máli þar sem umboðsmaður og sýslumaður létu Einar Guðbrandsson gjalda fyrir að hafa opnað gólf Landakirkju og látið grafa þar hvítvoðung sinn.

Laus seðill, sennilega með hendi Árna Magnússonar, merktur „b“. Þar segir í stuttu máli frá efni vitnisburðarbréfsins auk frekari upplýsinga.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Íslandi árið 1704.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 27. júní 2017.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn