Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,D1-13

Úr kópíubók frá Hólum í Hjaltadal

Tungumál textans
íslenska (aðal); norska

Innihald

1 (1r-20r)
Úr kópíubók frá Hólum í Hjaltadal
Upphaf

Dómar og skilríki um arf þann sem Einari Ólafssyni hafði fallið eftir Solveigu Björnsdóttur móðurmóður sína …

Athugasemd

Umrædd afskriftabók er sennilega Bps B I 13 (áður Bisk 3 fol.) og bréfin öll afrituð úr henni.

Efnisorð
1.1 (1r)
LXXVI,D1. Transskriftarbréf
Upphaf

Það gjörum vér, Ólafur Jónsson og Ólafur Hjaltason, prestar Hólabiskupsdæmis …

Athugasemd

Sex menn votta að bréfin sem á eftir fylgja séu rétt skrifuð eftir frumbréfum.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 469, bls. 611-612.

Efnisorð
1.2 (1r-1v)
Vitnisburður um svarinn eið
Upphaf

Það gjöri ég, Jón prestur Þorvaldsson, heilagrar Hólakirkju officialis, góðum mönnum viturlegt, með þessu mínu opnu bréfi …

Athugasemd

Jón Þorvaldsson staðfestir að Ólafur Filippusson hafi svarið fyrir sér fullan bókareið um að hafa ekki saurgað kirkjugarðinn í Víðidalstungu með ofbeldisverki.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VII, nr. 314, bls. 263-264.

Efnisorð
1.3 (1v-2r)
LXXVI,D2. Úrskurður
Upphaf

Vér, Stefán, með guðs náð, biskup í Skálholti og-cetera, gjörum góðum mönnum kunnugt, með þessu voru opnu bréfi …

Athugasemd

Stefán, biskup í Skálholti, úrskurðar hjónaband Ólafs Filippussonar og Vigdísar Jónsdóttur löglegt.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VII, nr. 408, bls. 385-386.

Efnisorð
1.4 (2r-6r)
LXXVI,D3. Tylftardómur
Upphaf

Þeim góðum mönnum sem þetta bréf sjá eður heyra, senda Sigurður Daðason, Jón Ólafsson, Sigurður Ívarsson, Ketill Teitsson, Bárður Jónsson, Brandur Ólafsson, lögréttumenn …

Athugasemd

Tylftardómur um arftöku Einar Ólafssonar eftir Solveigu Björnsdóttur móðurmóður sína, dags. 21. júní 1497.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VII, nr. 383, bls. 349-354.

Efnisorð
1.5 (6r-6v)
LXXVI,D4. Úrskurður
Upphaf

Ég, Finnbogi Jónsson, lögmann norðan og vestan á Íslandi, gjöri það góðum mönnum viturlegt með þessu mínu opnu bréfi …

Athugasemd

Finnbogi Jónsson úrskurðar Bólstaðarhlíðardóm frá 21. júní 1497 löglegan (þ.e. dóminn sem er uppskrifaður í LXXVI,D3).

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VII, nr. 418, bls. 397-398.

Efnisorð
1.6 (6v-7r)
LXXVI,D5. Kaupmálabréf
Upphaf

Það gjörum vér, Gunnsteinn prestur Ásgrímsson, Túmas Rafnsson, Helgi Sugurðsson og Jón Höskuldsson, leikmenn, góðum mönnum viturlegt, með þessu voru opnu bréfi …

Athugasemd

Kaupmálabréf Vigdísar Jónsdóttur og Ólafs Filippussonar, dags. 8. apríl 1496, en kaupmálinn var gerður 30. september 1492.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VII, nr. 209, bls. 138-139.

1.7 (7r-8r)
LXXVI,D6. Dómur
Upphaf

Það gjörum vér, bróðir Einar með guðs náð, ábóti á Munkaþverá, bróðir Jón, með guðs forsjá, ábóti á Þingeyrum, bróðir Nikulás, príor á Möðruvöllum, Finnbogi Einarsson …

Athugasemd

Dómur um undanfæri Ólafs Filippussonar af kirkjugarðssaurgun, dags. 29. apríl 1512.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 308, bls. 371-372.

Efnisorð
1.8 (8r-10r)
LXXVI,D7. Tylftardómur
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra, senda Einar Oddsson, Jón Þorgeirsson, Grímur Jónsson, Einar Einarsson, Þórarinn Jónsson, Guðmundur Indriðason, Halldór Jónsson …

Athugasemd

Tylftardómur um atvist Ólafs Filippussonar að vígi Ásgríms Sigmundssonar, dags. 29. apríl 1513.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 344, bls. 422-424.

Efnisorð
1.9 (10r-11v)
LXXVI,D8. Tylftardómur klerka
Upphaf

Það gjörum vér, bróðir Einar með guðs náð, ábóti á Munkaþverá, bróðir Nikulás, með samri náð, príor á Möðruvöllum, Jón Arason ráðsmann heilagrar Hólakirkju, Finnbogi Einarsson …

Athugasemd

Tylftardómur klerka um að Jón Sigmundsson hefði saurgað kirkjugarðinn í Víðidalstungu þegar Ásgrímur Sigmundsson var þar veginn en Ólafur Filippusson væri sýkn þar af. Einnig um að hjónaband Ólafs og Vigdísar Jónsdóttur væri gilt og fleira. Dagsett 18. ágúst 1514.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 389, bls. 506-509.

Efnisorð
1.10 (11v-13v)
LXXVI,D9. Bréf um arftöku
Upphaf

Vorum höygbornasta herra og náðugasta konungi, konungi Christierne, með guðs náð, Noregs og Danmerkur konungur, etc. etc. …

Athugasemd

Bréf til konungs, erkibiskups og ríkisráðsins í Noregi um arftöku Einars Ólafssonar eftir föður sinn, Ólaf Filippusson, ódagsett hér en mun vera frá 8. maí 1517.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 470, bls. 612-615 (b-gerð).

Efnisorð
1.11 (13v-14r)
Vitnisburður
Upphaf

Það gjöri ég, Jón prestur Þorvaldsson, officialis heilagrar Hólakirkju, fyrir vestan Öxnadalsheiði góðum mönnum viturlegt, með þessu mínu opnu bréfi …

Athugasemd

Jón prestur Þorvaldsson lýsir því að Ólafur Filippusson hafi svarið fyrir sér tylftareið og lýsir hann saklausan af saurgun kirkjugarðsins í Víðidalstungu og segir að Ólafur hafi mátt giftast Vigdísi Jónsdóttur, dags. 11. október 1496.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VII, nr. 353, bls. 313-314.

Efnisorð
1.12 (14r-14v)
Kvittunarbréf
Upphaf

Það gjöri ég, Sigmundur prestur Steinþórsson, góðum mönnum viturlegt með þessu mínu opnu bréfi, að ég meðkennist, að ég hefi gjört og gefið Ólaf bónda Filippusson …

Athugasemd

Sigmundur prestur Steinþórsson segir Ólaf Filippusson enga aðild eiga að því þegar Ásgrímur Sigmundsson var drepinn í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, dags. 6. febrúar 1500.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VII, nr. 483, bls. 469-470.

Efnisorð
1.13 (14v)
Vitnisburður
Upphaf

Og til sanninda hér um settum vér fyrstskrifaðir menn vor innsigli fyrir þessi transskriftarbréf skrifuð á Hólum í Hjaltadal …

Athugasemd

Ofanskrifaðir menn (í atriði 1.1) setja innsigli sín fyrir eftirritinu, dags. 6. maí 1517 (ártalið sem gefið er í bréfinu er 1507 en það mun vera rangt).

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 469, bls. 611-612.

Hér á eftir segir: „Hingað til ná transskriftarbréfin, nú fylgja eftir tveir biskupadómar, og supplicatia íslenskra fyrir kóng, hvör þrjú skjöl að innsigluð eru til samans við áður sagðar transskriftir.“

Efnisorð
1.14 (14v-17r)
LXXVI,D10. Bréf um arftöku
Upphaf

Vorum høybornasta herra og náðugasta kóngi, konungi Chris[t]ierne, með guðs náð Noregs og Danmerkur konungr et cet. eller hans náðar …

Athugasemd

Bréf um arftöku Einars Ólafssonar eftir föður sinn, Ólaf Filippusson, dags. 8. maí 1517.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 470, bls. 612-615 (a-gerð).

Efnisorð
1.15 (17r-17v)
LXXVI,D11. Samþykktarbréf
Upphaf

Wii Eric Walkendorff met gudz nadhe Erchebiskop i Trondem oc …

Athugasemd

Norska ríkisráðið samþykkir Einar Ólafsson sem réttan erfingja Solveigar Björnsdóttur, dags. 12. janúar 1518.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 494, bls. 647-649.

Efnisorð
1.16 (18r-18v)
LXXVI,D12. Samþykktarbréf
Upphaf

Wii Andor met gudz nadhe Biscop i Berghen, mesther Christiern proesth ath apostola kirke …

Athugasemd

Einar Ólafsson er lýstur réttur erfingi Solveigar Björnsdóttur, dags. 22. apríl 1518.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 499, bls. 653-654.

Á eftir þessu bréfi (18v-19r) er sagt að öll áðurskrifuð skjöl, dómar og úrskurðir hafi Hákon Gíslason, Sigfús Egilsson og Sveinn Jónsson samanlesið og staðfest 2. nóvember 1640.

Efnisorð
1.17 (19r-20r)
LXXVI,D13. Tylftardómur
Upphaf

Öllum mönnum sem þetta bréf sjá eður heyra, senda Sigurður Daðason, Jón Ólafsson, Sigurður Ívarsson, Brandur Ólafsson, Bárður Jónsson, Þórður Þórðarson, Sveinn Þorfinnsson …

Athugasemd

Tylftardómur um tilkall Ólafs Filippussonar vegna Einars sonar síns til arfs eftir Solveigu Björnsdóttur, dags. 12. október 1496.

Sama bréf og er prentað í Íslenzku fornbréfasafni VII, nr. 354, bls. 314-315.

Á undan bréfinu (19r) stendur: „Hér skrifast til eitt dómsbréf sama máli viðlíkjandi, sem er síðar í bókinni, og hún segir verið hafa með fimm hangandi innsiglum. Sýnist muni vera, ex originali.“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Blaðfjöldi
20 blöð (210 mm x 165 mm). Síða 20v er auð.
Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-20, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 153 mm x 265 mm
  • Línufjöldi er 19.

Ástand
Fremsta og aftasta síða eru nokkuð skítugar.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn

Laus pappírsborði, festur í endana með vaxi, fylgir blöðunum en hann hefur verið notaður til að halda lausum kverunum saman. Sjá má far eftir borðann á fremstu síðu.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi milli 1640 og 1740.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 28. mars 2017. ÞÓS skráði 17. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 13. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,D1-13
  • Efnisorð
  • Fornbréf
    Kaupmálar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn