Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,45

Jarðkaupabréf

Tungumál textans
danska (aðal); íslenska

Innihald

(1r-v)
Jarðkaupabréf
Upphaf

Efter fuldmagt af den høj, høj edle og velbårne herre Henrik Bielke …

Athugasemd

Afrit af opnu bréfi Johans Pedersens Kleins til Henriks Bjelke frá 13. júní 1680. Varðar sölu á jörðinni Vestri-Skógum.

Aftan við bréfið, á 2r, er ritað: Þetta framan skrifað kaupbréf fyrir 20 hundruðum í Skógum við Eyjafjöll sé rétt kóperað eftir sínum original testerar undirskrifaður við Eyrarbakkabúðir, 30. júní anno 1703. Bergur Benediktsson e.h.

Þar fyrir neðan segir: Tíu hundruð í Lambhaga á Rangárvöllum og Oddakirkjusókn lýsi ég undirskrifaður mig keypt hafa af Oddabiskupinum Birni Þorleifssyni, hvört bréf sér líkast … Til merkis mitt nafn, við Eyrarbakkabúðir, 30. júní anno 1703. Bergur Benediktsson e.h.

Bl. 3r-5v hafa að geyma sama texta.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: skjaldarmerki Amsterdam (IS5000-DIF-LXXV-45). Stærð: 101 x 109 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 126 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1680 til 1703.

Blaðfjöldi
6 blöð (162-330 mm x 105-206 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 120-250 mm x 70-160 mm.

Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Á 2v stendur: Kaupbréf fyrir 20 hundruð í Skógum.
  • Efst á 1r er ritað safnmark með svörtu bleki og ártalið 1680 með blýanti.
Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi 1680-1703.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 7. mars 2017. ÞÓS skráði 23. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 12. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn