Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,32

Vitnisburðarbréf

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Það gjöri ég, Erlendur prestur Pálsson, öllum góðum mönnum kunnugt sem þetta mitt bréf sjá eður heyra lesið …

Niðurlag

… Þá skrifa ég mitt nafn af eigin hendi hér fyrir neðan. Erlendur Pálsson eigin hand.

Athugasemd

Vitnisburðarbréf varðandi hvalreka á Sigríðarstaðasandi.

Efst á bæði 1r og 1v er ritað með blýanti c. 1620.

Neðst á 1v er skrifað með annarri hendi: Framan- og ofanskrifað samhljóða originalnum testerar undirskrifaður Ólafur Eiríksson pr.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (212 mm x 150 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 295 mm x 185 mm
  • Línufjöldi er 34 á 1r og ca 25 á 1v.

Ástand
Blaðið hefur verið brotið saman í fernt og er letrið dálítið snjáð í brotunum en þó vel læsilegt.
Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

I. Bl. 1r-1v: Erlendur Pálsson, fljótaskrift.

II. Bl. 1v: Ólafur Eiríksson, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi fyrir 1612, en það ár andaðist skrifarinn.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 2. mars 2017.
  • ÞS yfirfór og jók við 21. júlí 2017.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn