Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,30

Afgreiðsla á Lambadal innra ; Íslandi

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r)
Afgreiðsla á Lambadal innra
Titill í handriti

Útcopium af afgreiðslubréfi Vigdísar Halldórsdóttur Anno 1607 þann 15. dag október

Upphaf

Fór svofelldur gjörningur fram í [… ]dal á fyrrnefndu ári og degi sem fyrr segir, í návist og að vitni þess fróma manns, síra Ólafs Jónssonar og þess heiðarlega manns Þórðar Jónssonar …

Athugasemd

Uppskrift af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Bréfið er dagsett 15. október 1607.

Á 1v er utanáskriftin: Útskrift af afgreiðslu á Lambadal innra anno 1607.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: skjaldarmerki með ljóni, kóróna ofan á (IS5000-DIF-LXXV-30). Stærð: 67 x 44 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 53 mm.

    Notað frá 1607 til 1627.

Blaðfjöldi
Eitt blað (333 mm x 203 mm).
Ástand
Brotalínur og viðgerðir.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi ca. 1607-1650.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 21. ágúst 2018. ÞÓS skráði 23. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 8. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,30
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn