Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,8

Vitnisburðarbréf ; Íslandi

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-3r)
Vitnisburðarbréf
Titill í handriti

Um mótfall Rafns lögmanns mót Ólafi biskupi með 3 innsigli.

Upphaf

Það gjörum vér Sveinbjörn Þórðarson, Eiríkur Einarsson, Jón Broddason, Guðmundur Skúlason, Sigurður Þorláksson, Jón Þorvaldsson, Guðmundur Jónsson, Snjólfur Sigurðsson, Bessi Svartsson, Hallkell Guðmundsson og Helgi Illugason prestar Hólabiskupsdæmis …

Athugasemd

Uppskrift af vitnisburðarbréfi ellefu klerka um mótfall Rafns lögmanns Brandssonar og lögréttumanna við Ólaf biskup Rögnvaldsson, dagsettu 6. júlí 1481.

Skjalið er prentað eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafniVI, nr. 347, bls. 379-381.

2 (3r-4v)
Barðsdómur hinn fyrri
Titill í handriti

Enn um sama Rafn

Upphaf

Það gjörum vér, Sveinbjörn Þórðarson, Ketill Grímólfsson, Magnús Jónsson, Þorleifur Magnússon …

Athugasemd

Dómur átján presta, útnefndur af Ólafi biskupi á Hólum, um ákæru biskups til þeirra bræðra Hrafns, Halldórs og Snjólfs Brandssona um kirkjugóssin á Barði í Fljótum (Barðsdómur hinn fyrri).

Skjalið er prentað eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafniVI, nr. 317, bls. 335-337.

Efnisorð
3 (4v)
Tveir útdrættir
Upphaf

Fylgir vitnisburður Sveinbjarnar Þórðarsonar eigin hendi … að þá lesið var upp þeirra dómsbréf …

Athugasemd

Útdrættir af vitnisburðum Sveinbjarnar Þórðarsonar og Jóns Broddasonar frá 1481.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: sendiboði, bókstafur G fyrir neðan (IS5000-DIF-LXXV-8). Stærð: 100 x ?

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1701 til 1725.

Blaðfjöldi
Fjögur blöð (tveir tvíblöðungar) (210 mm x 170 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið skrifað á spássíu á bl. 1r auk ártalsins 1481. Efst á blaðið hefur verið bætt við með yngri hendi: Bókmfél. Nr. 126, p. 224 og MSteph. 78 Fol. p. 199-202. Sama ártal er ritað á spássíur 3r og 4v, þar sem uppskriftir annarra bréfa hefjast.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi ca. 1680-1730.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 21. ágúst 2018. ÞÓS skráði 22. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 13. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn