Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,4

Vitnisburðarbréf ; Íslandi

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Það gjörum vér Jón Þorsteinsson og Jón Jónsson, Jón Sigmundsson og Páll Ólafsson góðum mönnum kunnugt með þessu voru opnu bréfi …

Athugasemd

Vitnisburður Jóns Þorsteinssonar og þriggja annarra manna um að aldrei hafi verið goldinn tollur til Vatnsfjarðar nema af Meiri-Hlíð. Afrit af bréfi sem dagsett er 2. september 1470.

Skjalið er prentað eftir öðru afriti (AM Apogr. 980), með lesbrigðum úr LXXV 4, í Íslenzku fornbréfasafniV, nr. 517, bls. 577-579.

Athugasemdir um efni bréfsins, ritaðar með sömu hendi, eru á 1v undir fyrirsögninni Til minnis.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (206 mm x 161 mm).
Ástand
Neðan á bréfið hefur pappísbútur verið límdur við, sennilega svo að hægt væri að koma fyrir meiri texta á baksíðunni.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið skrifað efst á bl. 1r auk ártalsins 1470. Neðst á síðunni er ritað með blýanti: Cfr. Apogr. 980 | AM. 234 4to bls. 532-533.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn

Laus seðill með hendi Árna Magnússonar þar sem hann segist hafa fengið uppskriftina, sem sé ófölsuð, úr einum hverjum chartis herra Odds biskups.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi, sennilega einhvern tímann á tímabilinu 1590-1630.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 21. ágúst 2018.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn