Manuscript Detail
AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,16
There are currently no images available for this manuscript.
Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorlákssonar og fleira; Iceland
Contents
Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorlákssonar og fleira
“Náð og friður Guðs sé yður í lífi og sálu með verandi …”
“… Hefi nú að sinni ekki tóm né tíma að skrifa yður til bréf svar upp á það sem mér næst senduð. Því bið ég yður að halda það til góða.”
Bréf Jóns lögmanns Sigurðssonar til Guðbrands biskups um morðbréfin, gjaftolla og fleira
Bréfið er dagsett 27. Aprilis 1608 og undirritað af Jóni Sigurðssyni (bl. 1v.
Á bl. 2v: “Frómum heiðursverðugum herra Biskup Guðbrandi Þorlákssyni. Superintendenti yfir Hólastifti vinsamlega tilskrifað.”
Í Alþingisbókum IV segir: “Þegar þetta bréf er ritað, er Morðbréfabæklingurinn síðasti (1608) sýnilega kominn út, og er að draga upp bliku til nýrra morðbréfamála milli biskups og Jóns Ólafssonar, og sú skúr kom niður. En sökum glötunar Alþingisbóka um þessi ár, vita menn ekki um þau mál til hlítar” (bls. 95).
Uppskrift eftir þessu frumbréfi er í AM Dipl. Isl. Apogr. 5751.
Skjalið er prentað í Alþingisbókum Íslands vol. IV, bls. 95-99.
Physical Description
Blettir.
Gat á innri spássíu bl. 2 en skerðir ekki texta.
- Eindálka.
- Leturflötur er 175 mm x 145 mm.
- Línufjöldi er 36.
Jón Sigurðsson, léttiskrift.
Safnmarkið er skrifað efst í vinstra horni bl. 1r.
Dagsetning er skrifuð með blýanti efst í vinstra horni bl. 1r.
Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).
Lítið innsigli á 2v.
History
Bréfið var skrifað á Íslandi, nánar tiltekið á Reynistað í Skagafirði 27. apríl 1608.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.
Additional
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.
- Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Bibliography
Author | Title | Editor | Scope |
---|---|---|---|
Alþingisbækur Íslands IV, 1606-1619 | 1920-1924; IV | ||