Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,11

Vitnisburðarbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Það kennust vér Jón Einarsson, Skúli Einarsson og Brynjólfur Árnason prestur að vér vorum það viðstaddir í stofunni í Bólstaðarhlíð …

Niðurlag

… skrifað í sama stað 29. dag januarii anno 1600.

Athugasemd

Vitnisburður um að Magnús bóndi Björnsson og kona hans gáfu eftir sinn hluta í jörð (líklega Bólstaðarhlíð í Svartárdal) til handa syni sínum séra Jóni Magnússyni.

Bréfið er undirritað og innsiglað af þremur mönnum: Jóni Einarssyni, Skúla Einarssyni og Brynjólfi Árnasyni í Bólstaðarhlíð árið 1600.

Aftan við bréfið er vitnisburður Bjarna Ólafssonar um að hann hafi verið viðstaddur þennan gjörning, skrifaður þann vi. dag februari á Bergsstöðum í Svartárdal.

Ofanlínu stendur ártalið 1500 en ætti að vera 1600.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: skjaldarmerki, hjarta með ör og stjörnu (IS5000-DIF-LXXIV-11). Stærð: 81 x 56 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 56 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað í 1600.

Blaðfjöldi
Tvinn (165-170 mm x 170 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 120 mm x 150 mm.
  • Línufjöldi er 15.

Ástand

Á uppábroti bl. 2r hefur verið máð út ein lína en blaðið er að öðru leyti autt.

Blað 1 hefur verið styrkt á ytri jaðri.

Blöðin eru blettótt vegna raka.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Þrjú innsigli, frá Skúla Einarssyni, Brynjólfi Árnasyni og Jóni Einarssyni.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 29. janúar 1600.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 31. júlí 2017.
  • ÞS lagfærði og jók við 27. september 2017.
  • ÞÓS skráði 17. júlí 2020.
  • EM uppfærði vatnsmerkin 13. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn