Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,9

Vitnisburður um bréfafund í Glaumbæ ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-v)
Vitnisburður um bréfafund í Glaumbæ
Upphaf

Það er minn framburður um þessi bréf að eg hefi þau hvörgi séð né lesið …

Niðurlag

… en það gjörða eg til þess að stilla fyrir þeim sínar orðræður.

Athugasemd

Frumrit á pappír.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: skjaldarmerki með ljóni (IS5000-DIF-LXXIV-9). Stærð: 39 x 35 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 28 mm.

    Notað frá 1585 til 1605.

Blaðfjöldi
Eitt blað (326 mm x 198 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 245 mm x 180 mm.
  • Línufjöldi er 36.

Ástand

Dökkur blettur neðarlega fyrir miðju en skerðir ekki texta að ráði.

Blaðið hefur verið styrkt á jöðrum.

Skrifarar og skrift

Jón Gottskálksson, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Aftan á blaðinu stendur: Um morðbr.fund í Glaumbæ. Hönd síra Jóns Gottskálkssonar og Framburður síra Jóns um ásókn Jóns Sigurðssonar um Morðbréfin.

Dagsetning bréfsins er skrifuð með blýanti efst í vinstra horni bl. 1r.

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi c. 1595.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 25. júlí 2017.
  • ÞS lagfærði og jók við 22. september 2017.
  • ÞÓS skráði 17. júlí 2020.
  • EM uppfærði vatnsmerkin 13. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn