Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,8

Morðbréfamál Guðbrands Þorlákssonar ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-v)
Upphaf

Heilsa í Guði föður fyrir Jesum Kristum tilsendist yður frómi dándimann Björn bóndi Benediktsson

Niðurlag

… skrifað á Stað sunnudaginn næstan eftir 7 vikna fardaga. Sigurður Jónsson.

Athugasemd

Sendibréf frá Sigurði Jónssyni til Björns bónda Benediktssonar um morðbréfamál Guðbrands Þorlákssonar biskups.

Utanáskrift: Þeim fróma og velvísa dándimanni Birni Benediktssyni með góðvild tilskrifað.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (208 mm x 205 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 148 mm x 180 mm.
  • Línufjöldi er 25.

Ástand
Gat þar sem far er eftir innsigli.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari,léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Ártalið 1592 er skrifað með blýanti efst í vinstra horni bl. 1r.

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r.

Fyrir ofan utanáskrift hefur verið bætt við síðar umsögn um efni bréfsins.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Far eftir innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 1592.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 25. júlí 2017.
  • ÞS lagfærði og jók við 19.-22. september 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn