Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,1

Jarðakaupabréf um Fellsmúla á Landi, Höfðabrekku og Kerlingardal í Mýrdal ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-v)
Jarðakaupabréf um Fellsmúla á Landi, Höfðabrekku og Kerlingardal í Mýrdal
Upphaf

In nomine domine amen. Var þetta kaup þeirra Ólafs Þorsteinssonar og Þórðar Kolbeinssonar …

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn, III, nr. 237, bls. 291. Kaupmannahöfn 1893.

Athugasemd

Uppskrift eftir glötuðu bréfi frá 1375. Ólafur Þorsteinsson selur Þórði Kolbeinssyni jörðina Fellsmúla á Landi en Þórður selur Ólafi aftur jarðirnar Höfðabrekku og Kerlingardal í Mýrdal (DI III:291).

Á eftir uppskriftinni stendur með sömu hendi: Þetta er nú það bréf síra Jón minn Jónsson sem eg yður í Bæ lofaði að senda og hefur lítið að segja nema svo sem til kynningar lítillar. Vil eg nú fá það aftur sem þér mér hétuð sem var þess íslenska spádóm það þó eð fyrsta. Sigursælir alla tíma og allir yðar. Skrifað með flýti 8. september Anno 1648. y. æ. v. v. Hallgrímur Magnússon.

Á versóhlið er utanáskrift til séra Jóns Jónssonar í Fellsmúla. Þar stendur einnig: Hallgrímur Magnússon um Fellsmúlasölu.

Þrjár afskriftir voru gerðar af bréfinu og er þetta hin elsta en Árni Magnússon gerði eða lét gera hinar tvær, aðra eftir þessari uppskrift en hina eftir afriti hennar. Árni hafði efasemdir um að bréfið væri ekta, en í Fornbréfasafni segir að sumar upplýsingar séu í samræmi við Höfðabrekkumáldaga frá 1340 og Fellsmúlamáldaga frá 1371. Þar segir útgefandi: eg álít hæpið að dæma bréfið falsbréf.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (198 mm x 158 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 180 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er 34.

Ástand
  • Blaðið er illa farið af fúa og götótt, og texti skertur af þeim sökum.
  • Gert hefur verið við göt og rifur.
Skrifarar og skrift

Hallgrímur Magnússon, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmark er skrifað efst á bl. 1r.

Dagsetning upprunalega bréfsins er skrifuð með blýanti efst í vinstra horni bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Leifar innsiglis eru neðst til vinstri á rektóhlið blaðsins en far eftir það er á tveimur stöðum sem hefur myndast við samanbrot.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 8. september 1648.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 18. júlí 2017.
  • ÞS las yfir og jók við 21. ágúst 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Jarðakaupabréf um Fellsmúla á Landi, Höfðabrekku og Kerlingardal í Mýrdal

Lýsigögn