Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,26

Jarðakaupabréf fyrir Álfgeirsvelli, Brekku og Háleggsstaði

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r)
Jarðakaupabréf fyrir Álfgeirsvelli, Brekku og Háleggsstaði
Upphaf

[Þ]að gjörum við Tómas prestur Eiríksson og Ari Jónsson góðum mönnum kunnugt með þessu okkru opnu bréfi á Hólum í Hjaltadal sunnudaginn næstan fyrir chathedra sancte Petre apostoli …

Athugasemd

Kaupbréf þeirra Jóns biskups Arasonar og Þorgríms Guðmundssonar um jarðirnar Álfgeirsvelli í Skagafirði, Brekku í Óslandshlíð og Háleggsstaði, dags. 7. júní 1528.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað (um 132 mm x 225 mm).
Ástand
Bréfið hefur verið skorið í sundur og saumið inn í band bókar. Það var fjarlægt úr AM 89 8vo seint á 19. öld. Rúmur helmingur af vinstri spássíu með upphafsstaf hefur glatast.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á bl. 1r er rituð bæn: Drottinn minn varðveiti mig frá öllu illu til lífs og sálar. Amen.
  • Nafnið Þórunn Egilsdóttir er ritað tvívegis á 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Innsigli

Öll innsigli vantar en sjá má tvö göt fyrir innsiglisþvengi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Hólum í Hjaltadal árið 7. júní 1528.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu í apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 23. maí 2018.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn