Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,6

Dómsbréf

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r)
Dómsbréf
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Dálkur Einarsson, Þorgeir Böðvarsson, Þórður Bess[ason]. Einar Þórarinsson …

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn III. nr. 515, bls. 618-619. Kaupmannahöfn 1896.

Islandske originaldiplomer indtil 1450. s. 127-128. Bréf nr. 102. København 1963.

Athugasemd

Dómur sex manna útnefndur af Einari bónda Dálkssyni um erfðamál milli séra Einars Þorvarðssonar og Guðrúnar nokkurrar, skrifaður á áttunda ári ríkis Eiríks Noregskonungs, þ.e. 1396 eða 1397.

Á bakhlið (1v) hefur Árni Magnússon ritað: Innsiglis reimar 1490.

Bréfið er óheilt og samanstendur af fimm ræmum sem notaðar hafa verið sem innsiglisþvengir. Árni Magnússon fjarlægði þvengina af AM Dipl. Isl. Fasc. XXIX, 26 (skrifað 1490, prentað í DI VI, bls. 663) og límdi á pappírsblað.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn (og pappír).
Blaðfjöldi
Eitt blað (um 80 mm x 274 mm).
Ástand
Bréfið er óheilt og samanstendur af fimm mislöngum ræmum sem notaðar hafa verið sem innsiglisþvengir. Árni Magnússon hefur límt þá á pappírsblað.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, hugsanlega Einar Þorvarðsson, léttiskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Innsigli

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Íslandi 1396 eða 1397.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu í apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 18. maí 2018.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,6
  • Efnisorð
  • Fornbréf
    Dómar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Dómsbréf

Lýsigögn