Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,26

Transskriptarbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Transskriptarbréf
Upphaf

Það gjörum vér Einar Einarsson, Magnús Björnsson og Brynjólfur Jónsson góðum mönnum kunnigt með þessu …

Niðurlag

… þetta transskriptarbréf er skrifað var á Reykjum í Tungusveit, mánudaginn næst fyrir Krossmessu, árum eftir guðs burð þúsund fimm hundruð fjörutíu ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 423, bl. 404-405. Reykjavík 1903-1907.

Athugasemd

Transskript á vitnisburðarbréfi þar sem segir að Björn Þorleifsson hafi afhent mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni, í arf kvenna sinna, jörðina Stærriakra í Blönduhlíð, Eyvindarstaði, Hvallátur og Skáleyjar og skyldi Björn kvittur um arfskiptið (DI VII:404).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (100 mm x 300 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 85 mm x 260 mm
  • Línufjöldi er 15.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfritara: „bref grims og eyolfs gislasonar vm peninga biarnar þorleifssonar er hann gallt þeim latur og skaleyiar“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 20 mm).

Innsigli

Eitt innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Gjörningurinn varð í Flatey 9. október 1497; vitnisburðarbréfið var skrifað á Ökrum 19. apríl 1530 en transskriptarbréfið var gert á Reykjum í Tungusveit 24. apríl eða 11. september 1542.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 21. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn