Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,4

Vitnisburðarbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Það gjörum við Jörundur prestur Steinmóðsson og Þorteinn djákni Þorkelsson góðum mönnum…

Niðurlag

… innsigli fyrir þetta bréf skrifað í Skálholti fjórða kalendas dag júní, anno domini þúsund fimmhundruð tuttugu sex.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 296, bl. 351-352. Reykjavík 1909-1913

Athugasemd

Vitnisburður tveggja klerka um að þeir hafi heyrt erkibiskupinn í Niðarósi lýsa því að bréf það sem hann, ásamt ráði Þrándheimsdómkirkju, hefði út gefið og sent Ögmundi biskupi til lögsagnar yfir Hólabiskupsdæmi, skyldi vera fullmektugt og hann þar með fullmektugar biskup og eigi fullt fyrir sitt ómak (DI IX:354-355).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (120 mm x 190 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 90 mm x 155 mm
  • Línufjöldi er 14.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „Vitnis burdur sira iorvndar ok þorkels diakna vm administrationem Holastols ok kirkiu“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Einn innsiglisþvengur hangir við bréfið en ekkert innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Skálholti 29. maí 1526.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 20. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn