Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,14

Virðingargerð. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Virðingargerð.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Sigurður Narfason, Ögmundur Tyrfingsson, Tómas Oddsson, Árni Helgason, Ólafur Þorvaldsson og Þórður Pálsson kveðju …

Niðurlag

… vor innsigli fyrir þetta virðingarbréf er gjört var í Gröf í Dölum, sunnudaginn næsta eftir sæluviku um haustið eftir á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 218, bl. 246-247. Reykjavík 1909-1913

Athugasemd

Virðingargerð á peningum þeim sem Narfa Sigurðssyni hafði til umboðs fallið eftir Ívar Narfason heitinn, son sinn, en Ingvildi Ívarsdóttur til erfða eftir greindan föður sinn. Eignirnar eru taldar upp í bréfinu (DI IX:246).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (100 mm x 250 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 80 mm x 205 mm
  • Línufjöldi er 14.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 20 mm).

Innsigli

Tvö innsigli eru varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Gjörningurinn varð í Ytri-Fagradal í Saurbæ 11. maí 1524 en bréfið var skrifað í Gröf í Dölum 2. október sama ár.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 17. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,14
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn