Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,4

Dómsbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómsbréf.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra sendum vér bróðir Helgi með guðs náð ábóti í Viðey, Narfi Sigurðsson, Jón Magnússon, Hákon Björgólfsson, Jón Arason, Þórhallur Einarsson, Snæbjörn Gíslason, Oddur Þorkelsson, Grímur Kárason, Runólfur Höskuldsson, Jón Sigurðsson og Jón Þórðarson kveðju …

Niðurlag

… innsigli fyrir þetta samþykktarbréf skrifað í Viðey feria kuínta octauas pendecostes á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 118, bl. 139-140. Reykjavík 1909-1913

Athugasemd

Tylftardómur útnefndur af Ögmundi biksupi í Skálholti og Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ágreining milli Hannesar Eggertssonar og Týls Péturssonar um hirðstjórn yfir landinu og dæma þeir hirðstjórabréf það, er Hannes hafði af konungi haft, myndugt (DI IX:139).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (75 mm x 270 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 55 mm x 250 mm
  • Línufjöldi er 10.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „domr vm adtekt tils petrssonar“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 20 mm).

Innsigli

Aldrei hafa verið fleiri en sjö innsigli og eru öll nema eitt varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Viðey 28. maí 1523.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 17. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,4
  • Efnisorð
  • Fornbréf
    Dómar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Dómsbréf.

Lýsigögn