Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,9

Vitnisburðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf.
Upphaf

Það gjöri eg Ólafur Jónsson góðum mönnum kunnigt með þessu mínu opnu bréfi …

Niðurlag

… fyrir þetta vitnisburðarbréf gjört í Ögri í Ísafirði, mánudaginn næsta fyrir festum cathedra Petri apostoli, árum eftir guðs [burð] þúsund fimm hundruð tuttugu og eitt ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 585, bl. 775-776. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Ólafur Jónsson vitnar um að Grímur Aronsson hafði legið Höllu Þorsteinsdóttur löngu áður en þeirra eiginorð skyldi fullgjörast. Því gerðu foreldrar hennar, Þorsteinn Sveinsson heitinn og Bergljót Halldórssdóttir, ónýtan þann skilmála um fégjafir til hennar, sér í lagi um jörðina Grafargil í Valþjófsdal sem Þorsteinn hafði selt Halldóri Hákonarsyni (DI VIII:775).

Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,10

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (140-160 mm x 245 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 110-120 mm x 215 mm
  • Línufjöldi er 25.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari en sama hönd og á AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,10..

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi: „vitnisburdur vm grafargil“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Ögri 18. febrúar 1521.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 16. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn