Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,16

Vitnisburðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf.
Upphaf

Það gjör eg Jón prestur Finnbogason officialis heilagrar Hólakirkju, Þorgeir Stullason og Jón Gunnlaugsson góðum mönnum …

Niðurlag

… nefndra manna innsiglum fyrir þetta bréf skrifað í sama stað og fyrr segir, einu ári seinna.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 563, bl. 744-745. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Kristín Þórarinsdóttir fær Sigmundi Guðmundssyni presti, syni sínum, alla þá peninga, tuttugu og fimm hundruð, er henni féllu til erfða eftir Kristínu Jónsdóttur, móður sína, er Pétur Arason hafði haldið í mörg ár í öngu hennar frelsi; svo og fær hún honum sök og sókn á öllum þeim peningum, sem hún mæti eiga eftir foreldra sína á Sólheimum í Mýrdal (DI VIII:744).

Greipur Jónsson prestur og Hallur Stullason eru vottar að bréfinu og settu sín innsigli fyrir ásamt Erlendi.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (105 mm x 155 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 62 mm x 130 mm
  • Línufjöldi er 12.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (370 mm x 290 mm x 20 mm).

Innsigli

Eitt af þremur innsiglum er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Gjörningurinn varð á Svalbarði í Þistilfirði 15. ágúst 1520 en bréfið skrifað ári síðar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 15. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn