Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,4

Samþykktarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Samþykktarbréf.
Upphaf

Það gjörir eg Hallur prestur Ásgrímsson góðum mönnum kunnigt að eg var þar …

Niðurlag

… að þér gjörið síra Jóni mínum góð skipti svo hann mætti við yður öllum góðum skiptum halda.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 518, bl. 676-677. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Bréf Halls Ásgrímssonar prests um að þau Ólafur Sigfússon og Guðrún Vigfúsdóttir kona hans hafi gefið síra Jóni Ólafssyni syni sínum umboð með öllum sínum fjám að selja, býta, skikka og skipta, einkum að selja Eyjólfi Gíslasyni bónda fyrstum manna fyrir svo gott verð, sem aðrir bjóða best, en tilskilið styrk Eyjólfs til þess að heimta arf eftir þá bræður Ólafs, síra Hall og Pétur Sigfússonu (DI VIII:676).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (125 mm x 185 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 95 mm x 160 mm
  • Línufjöldi er 19.

Ástand
Bréfið er fúið og illlæsilegt sums staðar þess vegna
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Innsiglið er ekki varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Dómurinn var gerður á Upsum í Svarfaðardal 2. janúar 1519.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 14. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,4
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn