Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,1

Dómsbréf; transskript. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómsbréf; transskript.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Helgi Jónsson, Narfi Þorsteinsson, Gísli Halldórsson, Snorri Jónsson prestar Skálholtsbiskupsdæmis, Runólfur djákni Blaciusson og Jón Snorrason …

Niðurlag

… á Stað á Öldu[hrygg tuttugasta] og sjöunda daga aprilis manadar á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 501, bl. 655-657. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Dómur, útnefndur af Einari Snorrasyni officialis heilagrar Skálholtskirkju milli Botnsár og Gilsfjarðar, um ákærur síra Einars til Magnúsar Björnssonar fyrir það að hann vildi ekki greiða „halft porcio“ Jöfrakirkju í Haukadal þann tíma, sem honum bar fyrir að svara, né gjalda Þorleifi Gamalíelssyni ásauðarkúgildi og hross er Bjarni Árnason heitinn sagðist hafa goldið greindum Magnúsi syni sínum með hálfri hálfkirkjunni á Jöfra, svo og hefði Magnús ekki viljað á landamerki ganga né til þeirra segja (DI VIII:655-656).

Bréfið er transskript og fyrir neðan það er skrifaður vitnisburður og meðkenning síra Ólafs Brandssonar, Björns Guðmundssonar og Björns Ólafssonar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (180 mm x 245 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 140 mm x 225 mm
  • Línufjöldi er 28.

Ástand
Bréfið er mjög dökkt, og krumpað að neðan.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Tveir innsiglisþvengir eru fastir við bréfið en ekkert innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Dómurinn var gerður á Stað á Ölduhrygg 27. apríl 1518 en transskriptarbréfið skrifað að Þykkvaskógi 15. nóvember sama ár.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 14. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,1
  • Efnisorð
  • Dómar
    Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn