Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,20

Vitnisburðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf.
Upphaf

Það gjörum vér Tómas bóndi Oddsson, Bárður Pálsson, Jón Sveinsson, Ólafur Þorvaldsson, Önundur Þórðarson, Einar Þorgrímsson góðum mönnum kunnigt …

Niðurlag

… er skrifað var í Hjarðarholti í Laxárdal, þriðjudaginn næsta fyrir Símonsmessu um veturinn á sama ári og fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 462, bl. 603-604. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Samningur þeirra Péturs Loptssonar bónda og Guðmundar Andréssonar að Loptur gjaldi Guðmundi 40 hundruði hundraða fyrir þá skuld, er Sigríður Þorsteinsdóttir heitin hafði átt undir Lopti Ormssyni heitnum, en móðir Guðmundar hafði gefið honum sókn á skuldinni og Steinunn Gunnarsdóttir húsfreyja, móðir Péturs, kannaðist við, að skuldin væri sönn (DI VIII:603).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (118 mm x 245-255 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 92 mm x 215 mm
  • Línufjöldi er 18.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 9 mm).

Innsigli

Allir sex innsiglisþvengir eru fastir við bréfið og eitt innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Vitnisburðurinn varð í kirkjunni í Sælingsdalstungu 24. apríl 1517 en bréfið var skrifað í Hjarðarholti 27. október samar ár.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 14. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn