Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,3

Transskriptarbréf ásamt transskriptarvottorði um eið Jóns Sigmundssonar. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Transskriptarbréf ásamt transskriptarvottorði um eið Jóns Sigmundssonar.
Upphaf

Vér Stephán með guðs náð biskp í Skálholti gjörum góðum mönnum kunnigt með þessu mínu …

Niðurlag

… að Reykhólum á Reykjanesi in festu sancto Laurenti, anno domini millesimo quingentesimo quingvagesimo.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 452 B og C I, bl. 591-594. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Transskript af eiði Jóns Sigmundssonar lögmanns unninn fyrir Stepháni biskupi um bót og betran og hlýðni við heilaga kirkju (DI VIII:591).

Fyrir neðan eiðinn hafa Ormur Jónsson, Árni Ólafsson og Þorsteinn Ketilsson lýst því yfir að þeir hafi heyrt, séð og lesið opið bréf biskupsins.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (120 mm x 205 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 100 mm x 175 mm
  • Línufjöldi er 20.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Aldrei hafa verið fleiri en tvö innsigli fyrir bréfinu, báðir þvengirnir hanga við bréfið en hvorugt innsiglið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Eiðurinn var gerður 1516 en þetta bréf var skrifað á Reykhólum á Reykjanesi 10. ágúst 1550.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 13. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,3
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn