Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,24

Dómsbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómsbréf.
Upphaf

Öllum góðum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eða heyra senda bróðir Ögmundur með guðs náð ábóti í Viðey, Einar Snorrason officialis heilagrar Skálholtskirkju, Helgi Jónsson, Jón Héðinsson, Jón Þorsteinsson, Sæmundur Árnason, Teitur Þorsteinsson, Ásgrímur Þórðarson, Jón Jónsson, Þorlákur Landbjartsson, Steingrímur Guðmundsson og Stefán Þorgilsson klerkar…

Niðurlag

… með vorum fyrr nefndum dómsmanna innsiglum fyrir þetta dómsbréf skrifað í Skálholti sama degi og ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 438, bl. 572-575. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Tylftardómur klerka útnefndur af Stepháni biskupi í Skálholti, um kærur biskups til Björns Guðnasonar fyrir dómrof, misþyrming á Jörundi presti Steinmóðssyni og fleira; dæma þeir Björn óbótamann, fallinn í bann í sjálfu verkinu og fé hans öll föst og laus fallinn undir konung og biskup (DI VIII:572).

Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,23.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (195 mm x 355 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 150 mm x 320 mm
  • Línufjöldi er 24.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „domur biarna gudina sonar“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Tveir innsiglisþvengir hanga við bréfið en ekkert innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfi var skrifað í Skálholti 29. október 1515.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 10. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,24
  • Efnisorð
  • Dómar
    Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Dómsbréf.

Lýsigögn