Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,23

Dómsbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómsbréf.
Upphaf

Öllum góðum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eða heyra senda Ögmundur með guðs náð ábóti í Viðey, séra Einar Snorrason, officialis heilagrar Skálholtskirkju, Helgi Jónsson, Jón Héðinsson, Jón Þorsteinsson, Sæmundur Árnason, Teitur Þorsteinsson, Ásgrímur Þórðarson, Jón Jónsson, Þorlákur Landbjartsson, Steingrímur Guðmundsson og Stefán Þorgilsson klerkar…

Niðurlag

… með vorum fyrr nefndum dómsmanna innsiglum fyrir þetta dómsbréf skrifað í Skálholti sama degi og ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 438, bl. 572-575. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Tylftardómur klerka útnefndur af Stepháni biskupi í Skálholti, um kærur biskups til Björns Guðnasonar fyrir dómrof, misþyrming á Jörundi presti Steinmóðssyni og fleira; dæma þeir Björn óbótamann, fallinn í bann í sjálfu verkinu og fé hans öll föst og laus fallinn undir konung og biskup (DI VIII:572).

Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,24.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (195 mm x 325-345 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 155 mm x 305 mm
  • Línufjöldi er 26.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1r fyrir aftan lok bréfsins er viðbót, líklega með sömu hendi en dekkra bleki: „Biodum uær sira joni einars syni ad lesa þetta doms bref fyrir orme bonda jons syni suo hat og skilid ad hann megi uel heira ef hann uill. og seti sitt jnsigli ad secundam caudam ad hann hafi þetta uort bod fyllt og fai sidan sira helga jonssyni j hendur j stafholti et cetera“.

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „biarnar gudna sonar domur“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Fjórir innsiglisþvengir hanga við bréfið en ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Skálholti 29. október 1515.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 10. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,23
  • Efnisorð
  • Fornbréf
    Dómar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Dómsbréf.

Lýsigögn