Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,22

Sáttargjörðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Sáttargjörðarbréf.
Upphaf

Vér Stefán með guðs náð biskup í Skálholti, Ögmundur með sannri náð ábóti í Viðey, Þorvarður Ívarsson officialis, Þórður Guðmundsson, Einar Snorrason, Helgi Jónsson og Jón Einarsson prestar …

Niðurlag

… í Viðey dominica letare Jerúsalem ári seinna en fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 428 B, bl. 559-560. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Eitt bréf af nokkrum vegna sætta Gríms bónda Pálssonar og Þorleifs sonar hans af einni hálfu og af annarri Vigfúsar Erlendssonar lögmanns og Hólmfríðar systur hans um allan hugmóð, heimsóknir, fjárupptektir og sér í lagi um réttarbót Hákonar konungs, sem þeim hafði mest á millum borið, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10 (DI VIII:557).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (100 mm x 215 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 65 mm x 185 mm
  • Línufjöldi er 13.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1r í lok bréfsins hefur verið bætt við með annarri hendi en þó frá svipuðum tíma: „voru þesser giorníngs uottar af leik mönnum. jon odzson narfi sygurz son narfi erlenzson ion hallzson og ion arna son og runolfur þorsteínsson“.

Á blaði 1v með tveimur yngri höndum: „Sattar giordar bref Bændana“ og „vm Engey og laugarnes“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Sex innsiglisþvengir eru fastir við bréfið en ekkert innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Sáttargjörðin varð á Öxarárþingi 1. júlí 1515 en bréfið var skrifað í Viðey ári síðar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 10. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,22
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn