Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,14

Vitnisburðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf.
Upphaf

Það gjörum vér Gísli prestur Halldórsson, Guðmundur Andrésson, Ívar Narfason, Jón Gíslason, Þorsteinn Ketilsson og Jón Þórðarson leikmenn …

Niðurlag

… í Flatey á Breiðafirði næstan daginn eftir Bótólfsmessu á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 382, bl. 494-495. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Björn Þorleifsson gefur og uppleggur, í umboði Páls Jónssonar, Pétri Jónssyni og Jóni syni hans, ef Páll vill það samþykkja, alla þá peninga og arf sem Pétur tók þar þá við og hafði áður upp borið, en enga aðra, eftir síra Jón Jónsson föður sinn, en Birni þótti fallið hafa Páli Jónssyni til erfða eftir greindan síra Jón Jónsson bróður sinn, og geldur Pétri þrjá tigi hundraða í aflausn (DI VIII:494).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (105 mm x 275 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 75 mm x 240 mm
  • Línufjöldi er 16.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „bref þeirra pals jónssonar og brodur hans sera jonssonar vm arflausn“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 9 mm).

Innsigli

Allir sex innsiglisþvengir hanga við bréfið og tvö innsigli eru varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Flatey 18. júní 1514.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 10. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn