Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLI,16

Kvittunarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Kvittunarbréf.
Upphaf

Það gjörum vér Koðrán prestur Jónsson, Oddur Þórðarson, Snorri Hafliðason, Endriði Svartsson og Steindór Ólafsson leikmenn …

Niðurlag

… vor innsigli fyrir þetta kvittunarbréf er gjört var á Reykhólum á Reykjanesi degi og ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 333, bl. 410-411. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Bréf að Björn Þorleifsson hefði goldið Ingveldi Helgadóttur móður sinni jarðirnar Hvallátur og Skáleyjar á Breiðafirði í þau áttatíu hundruð, sem Ingveldi þótti eftir standa í garð Þorleifs Björnssonar, föður Björns, en Ingveldur fær jarðirnar mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni í peninga dætra sinna Helgu og Guðnýjar, og kvittar Björn um greiðsluna (DI VIII:410).

Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLI,17.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (115 mm x 200 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 85 mm x 175 mm
  • Línufjöldi er 17.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „Vitnisburdur um brefsending Biorns Þ. S. til mödur hans Ingvelldar Helgadottur, á skaleyum og Latrum“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (370 mm x 290 mm x 20 mm).

Innsigli

Þrjú af fimm innsiglum eru varðveitt og einn innsiglisþvengur er fastur við bréfið að auki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Reykhólum á Reykjanesi 29. september 1512.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 2. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn