Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLI,14

Vitnisburðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf.
Upphaf

Það gerum við Jörundur Sveinbjarnarson og Jón Jónsson góðum mönnum viturligt …

Niðurlag

… miðvikudaginn næsta fyrir chatedra Petri árum eftir guðs burð þúsund fimmhundruð og tólf ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 304, bl. 367-368. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Vitnisburður um að Guðbjörg Ljótsdóttir hefði samþykkt að Gunnsteinn Arnfinnsson bóndi hennar seldi Halldóri presti Tyrfingssyni hálfa jörðina Hvammsdal í Saurbæ og að fullir peningar hefði fyrir hana komið (DI VIII:367).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (100 mm x 145 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 75 mm x 125 mm
  • Línufjöldi er 11.

Ástand
Bréfið er mjög mislitt og stór dökkur blettur yfir því miðju en þó er það vel læsilegt.
Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr(370 mm x 290 mm x 20 mm).

Innsigli

Bæði innsiglin eru varðveitt og í góðu ásigkomulagi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Staðarhóli í Saurbæ 18. febrúar 1512.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 2. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn