Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XL,8

Vitnisburðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf.
Upphaf

Það gjörir ek Jón Þorsteinsson góðum mönnum viturligt með þessu mínu opnu bréfi …

Niðurlag

… anno domini millesímo quíngentesímó decímo.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 251, bl. 302-303. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Vitnisburður um að Stígur Einarsson, þá látinn, hafi tekið sér til eignar Illugastaði í Fnjóskadal með öllu því sem jörðinni fylgir síðan Marteinn Gamlason hafði hana gefið í próventu með sér og Rannveigu, konu sinni (DI VIII:302-303).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (85 mm x 180 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 67 mm x 170 mm
  • Línufjöldi er 14.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v: „Witnis burdr ions þorsteinssonar vmm attekt stijgs einarsonar a illugastaudum et cetera“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Innsiglisþvengurinn hangir á bréfinu en ekkert innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið er skrifað á Munkaþverá 13. mars 1510.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 30. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn