Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,17

Peningaskiptabréf Björns Guðnasonar og Kristínar Sumarliðadóttur. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Peningaskiptabréf Björns Guðnasonar og Kristínar Sumarliðadóttur.
Upphaf

Það gjörum vér Grímur prestur Þorsteinsson, Jón Sigmundsson og Þórólfur Ögmundsson góðum mönnum …

Niðurlag

… þetta bréf hvert er skrifað í Ögri í Ísafirði föstudaginn næsta fyrir Jónsmessu baptiste um vorið á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 183, bl. 217-218. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Peningaskiptabréf þeirra Björns Guðnasonar og Kristínar Sumarliðadóttur eftir Jón (dan) Björnsson, eiginmann hennar, andaðan. Lögðu þau alla peninga fasta og lausa, kvika og dauða, fríða og ófríða til helminga. Tristram Búason og Björn Ólafsson votta einnig handaband Kristínar og Björns um samninginn (DI VIII:217).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (136 mm x 260 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 105 mm x 230 mm
  • Línufjöldi er 25.

Skrifarar og skrift

Skrifari Björn Guðnason í Ögri.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v: „Giorníngs bref þeirra Kristinar sumarlidadottur og biarnar vm sæbol“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 20 mm).

Innsigli

Allir fimm innsiglisþvengir eru fastir við bréfið og þrjú innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið er skrifað í Ögri 23. júní 1508.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 23. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn