Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,1

Bréf borgarstjóra og ráðsmanna í Hamborg til Vigfúsar Erlendssonar. ; Þýskaland

Tungumál textans
þýska

Innihald

(1r-1v)
Bréf borgarstjóra og ráðsmanna í Hamborg til Vigfúsar Erlendssonar.
Upphaf

Juw Erbarnn fusen Erlendessen voghede vnnd Houethmann jn Island …

Niðurlag

… nach Christi gebord vnnszes herrn voffteynhundert jm achten Jar jm Palmesondaghe.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn VIII. nr. 170, bl. 203-205. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Bréf borgarstjóra og ráðsmanna í Hamborg til Vigfúsar hirðstjóra Erlendssonar um borgun fyrir 12 lestir íslenskrar skreiðar sem ganga áttu til Kristjáns konungs en kaupsamningurinn hafði gerst mili Vigfúsar og Dankquard Smíjd, Clawes Schomaker, Hermen Moysan og Jacob Prütze og átti að afhenda þeim hana á Íslandi. Lofa Hamborgarar að greiða andvirði skreiðarinnar þegar þeir fái fulla vissu frá Vigfúsi um hvað mikil skreið verði í té látin (DI VIII:203-204).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (225 mm x 335 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 105 mm x 275 mm
  • Línufjöldi er 16.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v: „Hamborgar herra bref til Wigfúsa Ærlendssonar hird stiöra 1508“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Eitt innsigli hefur verið á bréfinu en er ekki varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað í Þýskalandi.

Ferill

Bréfið er skrifað í Hamborg 16. apríl 1508.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 22. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,1
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn