Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,13

Helmingalagsbréf Björns Guðnasonar og Ragnhildar Bjarnadóttur. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Helmingalagsbréf Björns Guðnasonar og Ragnhildar Bjarnadóttur.
Upphaf

Það gjörum vér Grímur prestur Þorsteinsson oficialis heilagrar Skálholtskirkju á millum Geirhólms og Langaness …

Niðurlag

… er skrifað var í Vatnsfirði í Ísafirði þriðjudaginn næsta eftir þrettánda dag jóla. Anno domini fimmhundruð sextán.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 121, bl. 136-138. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Helmingalagsbréf Björns Guðnasonar og Ragnhildar Bjarnadóttur konu hans (DI VIII:136).

Ólafur Guðmundsson, Helgi Jónsson, Jón Sighvatsson, Loftur Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson votta bréfið.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (140 mm x 290 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 105 mm x 260 mm
  • Línufjöldi er 22.

Skrifarar og skrift

Skrifari er mögulega Björn Guðnason.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „helmingafelags bref Ragnhilldar og biarnar“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 20 mm).

Innsigli

Eitt innsigli af sex er varðveitt og einn innsiglisþvengur að auki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Samningurinn var gerður á Kirkjubóli 1. mars 1507 en bréfið var skrifað í Vatnsfirði 8. janúar 1516.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 19. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,13
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn