Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10

Bréf Kristjáns konungs II um réttarbætur Hákonar háleggs. ; Noregur

Tungumál textans
danska

Innihald

(1r-1v)
Bréf Kristjáns konungs II um réttarbætur Hákonar háleggs.
Upphaf

Wii Christiern met guds nade rett arfuing til Norigis riige …

Niðurlag

… Aarom efther guds byrd M d septimo. Vnder wort secretum. Dominus rex per se.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 147, bl. 171-175. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Bréf Kristjáns konungs hins annars þar sem hann staðfestir og samþykkir, að allar réttarbætur þær, er Hákon konungur hinn heilagi (Hákon háleggur) gaf út, skuli ganga sem lög um allt Noregsveldi og í löndum sem undir Noregsveldi liggja, jafnt Ísland, Hjaltland og Færeyjar (DI VIII:171-172).

Íslenskar þýðingar Þorvarðs Erlendssonar lögmanns og Árna Oddssonar lögmanns eru til í nokkrum transkriptum (DI VIII:173-175).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (170 mm x 315 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 95 mm x 245 mm
  • Línufjöldi er 12.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með tveimur höndum: „bref kong kristians“ og „Vppa rettarbætur Hakonar kongs 1507“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (415 mm x 520 mm x 27 mm).

Innsigli

Innsigli konungs er heilt og fast við bréfið með rauðum og hvítum böndum. Innsiglið er 90 mm í þvermál.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað í Noregi.

Ferill

Bréfið var skrifað í höllinni á Akurshúsi 24. nóvember 1507.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 26. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn