Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,1

Kvittunarbréf fyrir Björn Þorleifsson. ; Noregur

Tungumál textans
danska

Innihald

(1r-1v)
Kvittunarbréf fyrir Björn Þorleifsson.
Upphaf

VII Hans med guds nad biscop i Bergen giore alle gode men vitherligt…

Niðurlag

… datum Bergis anno domini Millesimo Quingentesimo sexto infra octauas ephifanie domini.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 80, bl. 84-85. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Hans biskup í Björgvin lýsir því að Björn Þorleifsson hafi þjónað sér sem trúr dandisveinn þann tíma sem hann hefir verið í sinni þjónustu, tekur hann í vernd sína og heilagrar kirkju og gefur honum meðmæli til allra góðra manna, einkanlega til fógeta konungs og umboðsmanna (DI VIII:84).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (145 mm x 220 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 85 mm x 185 mm.
  • Línufjöldi er 12.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „vm kvíttun biarnar þorleifssonar ens yngra er hann þionade herranvm vtanlands“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Innsiglið er ekki varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað í Noregi.

Ferill

Bréfið er skrifað í Björgvin 13. janúar 1506

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 11. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn