Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,31

Dómur um Bessa Þorláksson. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómur um Bessa Þorláksson.
Upphaf

Öllum mönnum þeim þetta bréf sjá eða heyra senda Stulli Magnússon, Pétur Loptsson, Jón Jónsson, Jón Þorsteinsson, Þórður Þorsteinsson, Stefán Ketilsson, Sigurður Sigurðsson, Stefán Ingimundarson, Flóvent Þórarinsson, Hallur Örnólfsson, Jón Sveinsson og Sveinungi Andrésson …

Niðurlag

… þetta dómsbréf skrifað á Grund í Eyjafirði laugardaginn næsta fyrir Maríumessu kertamessu, ári síðar en fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 712, bl. 789-791. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Dómur útnefndur af Finnboga Jónssyni að Bessi Þorláksson sé ferjandi og flytjandi fram til Noregs á kóngsins náðir, þar hann hafði fullu bætt og sátt gert við Magnús Hallsson um víg Halls Magnússonar, sonar hans, er Bessi hafði að ófyrirsynju slegið í hel (DI VII:789).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (102 mm x 330 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 74 mm x 290 mm.
  • Línufjöldi er 13.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „domur bessa þollakssonar“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (295 mm x 370 mm x 20 mm).

Innsigli

Þrjú innsigli af tólf eru varðveitt og einn innsiglisþvengur að auki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í upphafi bréfsins er tekið fram að mennirnir hafi verið nefndir í dóm á Grýtubakka í Höfðahverfi 1505 en í niðurlagi að það hafi verið skrifað á Grund í Eyjafirði 31. janúar ári síðar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 11. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,31
  • Efnisorð
  • Fornbréf
    Dómar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn