Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,2

Griðabréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Griðabréf.
Upphaf

Það gjör ég Kæi fan Anefelld hirðstjóri og höfuðsmann út yfir allt Ísland …

Niðurlag

… á Þingvelli in festo Petri et Pauli apostolorum anno domini millesimo quingentesimo quarto.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 649, bl. 701-702. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Kæi van Aneffelde hirðstjóri gefur Birni Þorleifssyni frið og félegan dag til næsta Öxarárþings, utan lands og innan, um atvist að vígi Páls Jónssonar (1496), þar til hann eða umboðsmenn hans komast á konungs fund (DI VII:701).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (100 mm x 225 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 54 mm x 175 mm.
  • Línufjöldi er 10.

Skrifarar og skrift

Skrifarar óþekktir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með yngri hendi: „kiær fan Anefelld giefur Birne grid og frid“.

Á hægri spássíu er viðbót með annarri hendi og ljósara bleki: „edr hans logligir vmbodzmenn“. Lok bréfsins, frá miðri næstsíðustu línu, eru einnig með sömu hendi og sama ljósa bleki.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.(290 mm x 365 mm x 20 mm).

Innsigli

Innsiglið er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Þingvöllum 29. júní 1504.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 9. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,2
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Griðabréf.

Lýsigögn