Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI,18

Stefnubréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Stefnubréf.
Upphaf

Það gjörum vér Guðmundur Jónsson, Oddur Einarsson, Pétur Pálsson og Hallvarður Bjarnason prestar …

Niðurlag

… skrifað á Flugumýri í Skagafirði laugardag næsta fyrir assumpcionem sancte Maria á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 612, bl. 646-648. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Eiríkur prestur Sumarliðason stefnir Finnboga lögmanni Jónssyni á tveggja ára fresti fram fyrir erkibiskupinn í Niðarósi og ríkisráðið um hald á Grund og Grundareignum í Eyjafirði og öðrum arfi eftir Eirík Loptsson (DI VII:646).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (128 mm x 194 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 105 mm x 160-165 mm.
  • Línufjöldi er 26.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v stendur: „þa Finboge logmann var vtan stefndr af sera eireki“ og með yngri hendi neðst á blaðinu: „fra Stadarholi 1703“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Öll fjögur innsiglin og þvengir eru dottin af.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Flugumýri í Skagafirði 12. ágúst 1503.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 5. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Stefnubréf.

Lýsigögn