Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI,17

Úrskurðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Úrskurðarbréf.
Upphaf

Ég Finnbogi Jónsson lögmann norðan og vestan á Íslandi gjöri góðum mönnum viturligt með þessu mínu opnu bréfi …

Niðurlag

… setta ég mitt innsigli fyrir þetta úrskurðarbréf er skrifað var í sama stað og ári. Degi síðar en fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 615, bl. 651-653. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Úrskurðarbréf Finnboga lögmanns Jónssonar um landamerki milli Staðarfells og Arastaða (Harastaða) á Fellsströnd (DI VII:651).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (150 mm x 305-310 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 112 mm x 265 mm.
  • Línufjöldi er 22.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur (ekki hönd Finnboga).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með þremur höndum: „Urskurdur Finnboga logmanns um landamerke mille Staðarfells og Harastada“ og „þetta eru iardarkaupsbrefin hier stada“ og „J þessum backa eru kavpmala bref fodur mins og mitt og þorsteins þoleifs sonar og stadar fellz bref og þav bref er ligia fyrir kiarlagxstodum og ormsstodum og eru þau yst vttan á næst þessu brefi“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (293 mm x 370 mm x 20 mm).

Innsigli

Innsigli Finnboga lögmanns fylgir bréfinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í bréfinu kemur fram að það var skrifað á Staðarfelli á Meðalfellsströnd 18. nóvember 1503.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 5. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn