Handrit.is
 

Manuscript Detail

AM Dipl. Isl. Fasc. VII,29

There are currently no images available for this manuscript.

Dómur um jörð.; Iceland, 1420

Name
Haukur Þorgeirsson 
Birth
1980 
Occupation
 
Roles
Cataloguer 
More Details
Language of Text
Icelandic

Contents

(1r-1v)
Dómur um jörð.
Incipit

Öllum góðum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Loftur Guttormsson, Gamli Marteinsson, Ólafur Eyjólfsson, Gunnar Andrésson, Runólfur Sturluson, Helgi Bjarnarson, Guttormur Bjarnarson, Sigurður Þorvaldsson, Stefán Gunnlaugsson, Gunnlaugur Teitsson, Hallur Ólafsson og Oddi Þorsteinsson kveðju guðs …

Explicit

“… innan fjórðungs á næstum fardögum, og til sanninda hér um settum vér fyrr nefndir dómsmenn vor innsigli fyrir þetta bréf, skrifað á Munkaþverá í Eyjafirði á sama ári, degi síðar en fyrr segir.”

Note

Dómur tólf manna útnefndur af Rafni lögmanni Guðmundssyni um jörðina Grund í Eyjafirði, hvor þeirra væri réttur eigandi hennar - Magnús Jónsson, er hélt jörðina, eða Þorleifur Árnason er kærði til hennar fyrir hönd Kristínar Björnsdóttur konu sinnar og Solveigar Þorsteinsdóttur tengdamóður sinnar.

Bibliography

Íslenzkt fornbréfasafn vol. IV. nr. 335, bls. 273-275. Kaupmannahöfn 1895

Islandske originaldiplomer indtil 1450. p. 217-219. Bréf nr. 172. København 1963.

Keywords

Physical Description

Support
Skinn.
No. of leaves
Eitt blað ca. (85 mm x 600 mm).
Layout

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 60 mm x 590 mm.
  • Línufjöldi er 9.

Script

Óþekktur skrifari.

Additions

Á bakhlið er ritað með hendi frá 15. öld: „grundar bref“. Einnig krot frá sama tíma: „þeim er“. Ártalið 1420 er einnig ritað.

Binding

Umbúðir frá 1997 eða fyrr, af stærstu gerð.

Seal

Í AM Ap. 5676 er eftirfarandi lýsing á innsiglunum: „Jnzsiglen fyrer brefenu eru: 1. loptz guttormssonar. 2. er burtu. 3. Olafz Eyolfssonar. 4. Gunnarz andressonar. 5. Runolfs Stullus: 6. er burtu. 7. Guttormz biarnas: 8. er burtu. 9. Stefanz gunnlaugssonar, ad mestu burtbroted. 10 er burtu. 11. Hallz Olafssonar. 12. Odda Þosteinssonar.“

Í Íslenzku fornbréfasafni (IV:273) er innsiglunum lýst svo: „Tólf innsigli hafa verið fyrir bréfinu. Sex af þeim eru fyrir, og er fyrst þeirra innsigli Lopts ríka (S. LOPTONIS GUTTORMI), og er höggormsmynd í miðjunni“.

Stefán Karlsson skrifar að síðan lýsingin í 5676 var skrifuð hafi innsigli 7 glatast en innsigli 5 losnað af þvengnum og sé það varðveitt „blandt Den arnamagnæanske Samlings løse segl“ (IO bls. 219). Þegar bréfið er skoðað 13. mars 2015 er ástandið enn eins og Stefán lýsir því. Allir 12 innsiglisþvengirnir eru varðveittir.

History

Origin

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Provenance

Bréfið var ritað 24. janúar 1420 á Munkaþverá í Eyjafirði.

Acquisition

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í apríl 1997. Það kom með Vædderen árið sem afhendingu handritanna til Íslands lauk.

Additional

Record History

Custodial History

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni. Bréfið er mjög langt og hefur greinilega legið samanbrotið í möppunni. Brot fyrir miðju bréfi er til merkis um þá meðhöndlun.

Surrogates

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Bibliography

AuthorTitleEditorScope
Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða Íslenzka menned. Jón Sigurðsson1857-1972; I-XVI
Islandske Originaldiplomer indtil 1450: Tekst, ed. Stefán Karlsson1963; VII
Lasse MårtenssonStudier i AM 557 4to : kodikologisk, grafonomisk och ortografisk undersökning av en isländsk sammelhandskrift från 1400-talet, 2011; 80
« »