Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 433 d 12mo

Margrétar saga ; Ísland, 1500-1525

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-22v)
Margrétar saga
Upphaf

Þann tíma í veröldu ...

Niðurlag

... með föður og syni og helögum anda og [0000um] enda. Amen.

2 (22v-22v)
Margrétarvers
Upphaf

[?] var óður og ...

Niðurlag

... með prýði.

Efnisorð
3 (23r-23r)
Latneskar bænir
Athugasemd

Bl. 23v upprunalega autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
i + 23 + i blað (97-110 mm x 80-95 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt 1-23 á neðri spássíu, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Þrjú kver:

  • Kver I: bl. 1-7, 1 stakt blað og 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 8-15, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 16-23, 4 tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 68-78 mm x 68-74 mm.
  • Línufjöldi 13-23.
  • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti.
Ástand
  • Skrifað á uppskafning.
  • Handritið er snjáð.
  • Blöð eru dökk og jaðar bylgjaður.
  • Sum blöð eru óreglulega lögun, sbr. bl. 15.
  • Blek hefur dofnað sums staðar, t.d. 1r og 15v.
  • Göt, t.d. bl. 2, 16 og 23.
  • Blettir, t.d. 15r og 22r.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir í rauðum lit (leifar), t.d. bl. 3r, 5r, 6v, 7r, 8r, 8v og 9r.

Upphafsstafir í svörtum lit, bl. 15r, 17r, 18v, 19r, 10r, 20v, 21r (andlit) og 22r.

Leifar af rauðritaðum fyrirsögnum, bl. 3r, 5r, 6v, 7r, 8r, 8v og 9r.

Strikað í stafi með rauðum lit, víða.

Spássíuteikningar, t.d. bl. 2v, 3r, 4r, 4v, 5r, 5v, 8r, 9v, 10r, 10v, 11r, 11v, 12r, 13r, 14r og 21r.

Skrautbekkur, bl. 1r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Á neðri spássíu á bl. 10v-11v er með hendi skrifara, fjögurra lína vers: Kristur sjálfur með kærleiks makt / kemur [m?] þann? að beiða / að sálin fái af syndum lagt / svo skal vísan skeiða.
  • Á fremra spjaldi er safnmark.
  • Á fremra saurblaði stendur: 23 bl (+ i Amsk seddel) | 26/8 90.
Band

Handritið er bundið í bókspjöld (120 mm x 100 mm x 23 mm) klædd áþrykktum pappír. Skinn á hornum og pappír á kili. Tveir safnmarksmiðar á kili.  

Handritið er varðveitt í blárri öskju (132 mm x 110 mm x 25 mm), safnmark áþrykkt með gyllingu á kili.

Fylgigögn
  • Seðill með hendi ritara Árna Magnússonar: Ólafur Andrésson, lögréttumaður á Austfjörðum, hefur lofað mér gömlu kálfskinnskveri ólæsilegu. Ætlar hann á því vera Margrétar sögu.
  • Kveraskipting liggur með í öskju.
  • Seðill frá forverði, liggur með í öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til um 1500 í  Katalog II, bls. 483.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið árið 1706 (sbr. AM 435 a 4to, bl. 29r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. apríl 1992.

Frá 11. febrúar til 11. maí 2025 er handritið á sýningunni Heimur í orðum í Eddu, Arngrímsgötu 5.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG yfirfór og skráði samkvæmt TEI P5 16. desember 2024.
  • GI skráði 18. september 2002.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 483 (nr. 2517). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 188?.
Viðgerðarsaga

Morten Grønbech gerði við í apríl 1991.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Wolf, Kirsten
Titill: Gripla, Margrétar saga II
Umfang: 21
Höfundur: Bekker-Nielsen, Hans, Shook, L. K., Widding, Ole
Titill: Mediaeval Studies, The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist
Umfang: s. 294-337
Höfundur: Yelena Sesselja Helgadóttir (Yershova)
Titill: Íslenskar lausavísur og bragfræðilegar breytingar á 14.-16. öld, Són. Tímarit um óðfræði
Umfang: 3
Lýsigögn
×

Lýsigögn