Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 432 12mo

Margrétar saga ; Ísland, 1400-1499

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1v-84v)
Margrétar saga
Titill í handriti

Hér h[efur] upp sögu hinnar heilögu meyjar

Upphaf

Þann tíma í veröldu …

Niðurlag

… [N]ú b[ið]jum oooooo …

Athugasemd

Óheil.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 84 + i blöð (65 +/- 4 mm x 49 +/- 2 mm). Blað 1r er autt.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með bleki (e.t.v. með hendi Kålunds) 1-84 (1r-84r).

Kveraskipan

Ellefu kver.

  • Kver I: 6 blöð, 3 tvinn.
  • 1 blað stakt.
  • Kver II: 6 blöð, 3 tvinn.
  • Kver III: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver IV: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver V: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver VI: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver VII: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver VIII: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver XI: 6 blöð, 3 tvinn.
  • Kver X: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver XI: 9 blöð, 4 tvinn og 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 34 +/- 1 mm x 30 mm.
  • Línufjöldi er 10 (11 á 84v).
  • Gatað er fyrir línum og dálkum.
  • Stórir stafir sem lenda í upphafi línu á fáeinum stöðum dregnir út úr leturfleti, t.d. á 3r.
  • Eyður fyrir upphafsstafi og kaflafyrirsagnir á stöku stað, t.d. 6v.

Ástand

  • Vantar aftan af handriti, en einnig er texti skertur vegna skemmda á bl. 1v og 46 (gat). Texti er máður á nokkrum stöðum, t.d. er hann illa farinn á bl. 30-32.
  • Greinileg merki um fúa sjást víða í handritinu, einkum upp við kjöl.
  • Göt á bl. 21, 23, 46 og 47.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Bl. 1v: Litaður og flúraður upphafsstafur (rauður og grænn).

Bl. 3v og 5r: Litdregnir upphafsstafir (gulir).

Bl. 10v: Litdreginn upphafsstafur (grænn).

Bl. 1v: Rauðrituð fyrirsögn.

Bl. 3v, 5r og 10v: Rauðritaðar kaflafyrirsagnir.

Strikað í stafi með rauðu bleki, t.d. 2r-v.

Bl. 11v, 18r, 24r og 49r: Flúr lekur úr staf niður á neðri spássíu.

Bl. 82r: Flúr um orð sem sett er undir neðstu línu.

Bl. 84r: Flúr á neðri spássíu.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar eru á nokkrum stöðum, mestmegnis krot. Hér á eftir fer listi yfir það markverðasta.
  • Bl. 13v: Leiðrétting e.t.v. með hendi skrifara.
  • Bl. 83v og 84r: Margrétar | saga er þetta (83v) anno 1653 (84r).

Band

Band frá 1980 (78 mm x 66 mm x 37 mm). Leður á kili og hornum, spjöld klædd fínofnum líndúki. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Í eldra bandi eru pappaspjöld og kjölur klædd ljósu skinni. Bandið liggur í öskju.

Fylgigögn

Fastur seðill fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um feril á rektóhlið. Aftan við seðilinn er annar seðill, að mestu auður, en upphaflega voru seðlarnir eitt blað, brotið saman.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Kålund tímasetur það til 15. aldar ( Katalog II 1884:481 , sjá einnig Widding, Bekker-Nielsen og Shook 1963:320 ).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið árið 1710 frá Helgu Eggertsdóttur á Múla í Kollafirði (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. júní 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS jók við samkvæmt reglum TEI P5 21. júlí 2009 og síðar.

GI skráði 15. október 2002.

GI grunnskráði 17. september 2002.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 25. ágúst 1890 ( Katalog II 1892:481 (nr. 2513) ).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn árið 1980. Eldra band fylgir í öskju.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar frá 1970.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Góssið hans Árna, Skjalabækur að vestan
Umfang: s. 143-157
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Wolf, Kirsten
Titill: Margrétar saga II, Gripla
Umfang: 21
Lýsigögn
×

Lýsigögn