Skráningarfærsla handrits

AM 189 8vo

Alfræðiefni ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-14r)
Samtal meistara og lærisveins
Titill í handriti

Eftirgrennslan margra hluta og meining margra hluta. Samtal meist[a]rans og lærisveinsins

Athugasemd

Tíu heimspekilegar samræður.

2 (15r-67r)
Rímbegla
Titill í handriti

Um mannsins art og náttúru

Athugasemd

Alfræðiefni úr ofangreindum ritum o.fl. Einnig er hér á bl. 30-31: Einn gamall annáll (m.a. um eldgos í Heklu árið 1300) og Einirberjadyggðir.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
68 blöð (155 mm x 95 mm). Auð blöð: 14v og 67v.
Umbrot

Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

I. 1r-14r: Óþekktur skrifari.

II. 15r-67r: Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Nöfn og ýmislegt krot er á saurblaði og spjaldblöðum.

Band

Band frá því í september 1980.

Fylgigögn

Seðill Árna Magnússonar um feril handritsins: Bjarna á Geirlandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1700 í Katalog II 1892:439. Bl. 20 er úr eldra handriti frá 17. öld.

Ferill

Sjá seðil Árna Magnússonar. Sjá einnig nöfn á spjaldblöðum og saurblaði.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 21. maí 1981.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

GI skráði 1. júlí 2012

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling , II. bindi, bls. 439.

Viðgerðarsaga
Viðgert og bundið á verkstæði Birgitte Dall í september 1980. Gamalt skinnband og skrifuð blöð úr því fylgja með.
Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: , Um Fóstbræðrasögu
Umfang: 1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Zitzelsberger, Otto J.
Titill: Medieval physiology encoded: an Icelandic samtal, Mediaeval Scandinavia
Umfang: 12
Lýsigögn
×

Lýsigögn