Skráningarfærsla handrits

AM 181 8vo

Rím og rímfræði ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-13r)
Íslenskt almanak
Athugasemd

Hefst á þorra.

Persónulegum athugasemdum, minnisgreinum og húsráðum hefur síðar verið bætt við almanakið.

2 (13v-15v)
Mánaðanöfn
Athugasemd

Á ýmsum tungumálum.

Hér aftan við er eyða í handritinu.

3 (16r-23v)
Rímtöflur og tímatalsútreikningar
4 (24r-36r)
Íslenskt alda-, árs- og mánaðatal
Titill í handriti

Íslenskra almenniligt alda-, árs- og mánaðatal

5 (37r-60v)
Útskýring á tímatalinu
Titill í handriti

Lítil útskýring yfir rímið

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
60 blöð (165 mm x 103 mm). Auð blöð: 1r, 17r, 31v og 36v.
Umbrot

Ástand

Eyða er á eftir bl. 15.

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur. Bl. 37-60 eru með yngri hendi og hafa e.t.v. ekki tilheyrt handritinu frá upphafi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Viðbætur af ýmsu tagi eru með yngri hendi við fyrsta efnisþátt (bl. 1r-13r).

Band

Gamalt band fylgir með.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog II 1892:434.

Ferill

Árni Magnússon skrifar á saurblað: Rím sr. Odds á Reynivöllum. Er mitt, komið til mín frá lögmanninum Páli Jónssyni 1708. Óvíst er hvort efnið er allt komið frá Oddi.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 19. júní 1980.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

GI skráði 29. júní 2012

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling , II. bindi, bls. 434-435.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: McKinnell, John S.
Titill: Some points on AM 171, 8vo,
Umfang: s. 210-220
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn