Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 158 8vo

Snorra-Edda ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-78v)
Snorra-Edda
Titill í handriti

Hér byrjar eina fræðibók er vér köllum Eddu.

Skrifaraklausa

Endir Eddu og Skáldu.

Athugasemd

Skrifaraklausan er neðst á blaði 77v.

1.1 (1r-46r)
Prologus
Upphaf

Almáttugur Guð skapaði himin og jörð …

Niðurlag

… en ráku í burtu Elimer.

Athugasemd

Ekki eru sérstakar fyrirsagnir fyrir Prologus og Gylfaginningu.

1.2 (46r-77v)
Skáldskaparmál
Titill í handriti

Hér eftir koma Skáldskaparkenningar og rök til þeirra út af Eddu og eftirkomandi frásögnum. Og kallast þessi síðari partur skálda

Upphaf

Nú skal láta heyra dæmi hvernig …

Niðurlag

… leiftur hrjóður viðbláinn.

1.3 (78r-96v)
Háttatal
Titill í handriti

Hér skrifast enn nokkuð meir um skáldskapinn

Upphaf

Hvað er hljóðsgrein …

Niðurlag

… sæll faðir Magna.

Skrifaraklausa

Hér er endir á Skáldu.

Athugasemd

Úr Háttatali og málfræðiritgerðum.

Skrifaraklausan er neðst á blaði 96v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 96 + i blöð (148-150 mm x 98-100 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking 1-96.

Kveraskipan

Tólf kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 65-72, 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 73-80, 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 81-88, 4 tvinn.
  • Kver XII: bl. 89-96, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 117-120 mm x 78-83 mm.
  • Línufjöldi er ca 24-28.
  • Griporð.
  • Efnisorð víða á spássíum.

Ástand

Texti hefur lítillega skerst við kjöl á blaði 1 vegna slits.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellíbrotaskrift.

Band

Band frá janúar 1977 (158 mm x 124 mm x 24 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök.Saurblöð tilheyra bandi.

Fylgigögn

Þrír seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar. Fremsti og aftasti seðillinn eru tvinn en annar seðillinn er límdur á milli þeirra.

  • Seðill 1Seðill (merktur a, 150 mm x 96 mm) með upplýsingum um uppruna og feril handritsins: Edda þessi (frá Torfa Jónssyni) er skrifuð eftir hendi sr. Jóns Ólafssonar á Rauðasandi. En sr. Jón hafði það exemplar (α) skrifað eftir tveimur bókum. Fyrri partinn skrifaði hann eftir hendi Óttars Guðmundssonar í Bjarneyjum /: bróður Jóns Russeyjaskálds(?)/: En hinn síðari partinn (Skálduna) eftir gömlu pappírskveri í 4to rituðu, sem meintist, af Guðmundi Þórðarsyni í Borgarfirði áður Breiðafjarðardölum..
  • Seðill 2Seðill (merktur b, 145 mm x 94 mm) með upplýsingum um feril o.fl. á rektóhlið: Þessa Eddu hefi ég 1704 fengið til eignar af Torfa Jónssyni.. Versóhlið er auð.
  • Seðill 3er (150 mm x 96 mm) með upplýsingum um handrit (α] Vigfús Jónsson, í Flatey sagði mér sig eiga autographum sr. Jóns Ólafssonar og lofaði mér því. Þar úr varð ekkert. Meinti og G. Ø. J. að Vigfús mundi hafa lofað frekara en hann enda kynni, því hann mundi þetta exemplar fyrir löngu í burt fengið hafa.) Ef til vill framhald frá fremsta seðlinum. Versóhlið er auð.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 422.

Árni Magnússon segir handritið skrifað eftir eintaki með hendi Jóns Ólafssonar á Rauðasandi, sem var skrifað eftir tveimur mismunandi handritum (sjá seðla).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Torfa Jónssyni í Gaulverjabæ 1704 (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. október 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði skv. reglum TEIP5 22.-23. október 2009.

ÞS færði inn grunnupplýsingar22. apríl 2002.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. mars 1890 ( Katalog II 1894:422 (nr. 2369))

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í janúar 1977. Eldra band fylgir (en yngra en það sem nefnt er í skrá Kålunds).

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn