Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 157 8vo

Annar partur Eddu, stafróf og skálda- og lögsögumannatal ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-21v)
Snorra-Edda
Höfundur

Snorri Sturluson

Titill í handriti

Annar Eddu partur er kallaður Skálda eður kenningar

Upphaf

Hvörsu skal kenna skáldskap …

Niðurlag

… til rétts máls að færa.

Athugasemd

Einungis Skáldskaparmál.

Endar í refhvörfum.

Af Uppsala-Eddu gerð.

2 (21v-22r)
Stafróf
Titill í handriti

Hér eftir skrifast nokkur stafró(!) með öðru fleira til gagns þeim brúka vilja.

Athugasemd

Sjö launstafróf sett upp í töflu.

Efnisorð
3 (22v-23v)
Skáldatal
Upphaf

Starkaður hinn gamli var fyrst skáld …

4 (23v-24v)
Lögsögumannatal
Upphaf

Úlflýtur hét maður er fyrst sagði lög á Íslandi …

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 24 + i blöð (160 mm x 101 mm). Blað 24 er autt.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er (hægra horn efst) 1-24. Blaðtöl á spássíum virðast vera með hendi Árna Magnússonar.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: blöð 1-16, 8 tvinn.
  • Kver II: blöð 17-24, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140 mm x 80-85 mm.
  • Línufjöldi er ca 34.
  • Launstafróferu sett upp í töflur.
  • Skáldatal er sett í dálka.
  • Griporð eru sums staðar og þá ávallt á verso-hlið blaða (sbr. t.d. blöð 4v og 8v).
  • Bendistafir eru víða á spássíum (sbr. blöð 1v-2r).

Ástand

  • Blekblettir eru á blöðum 1 og 4.

Skrifarar og skrift

  • SKrifari óþekktur, ein hönd.
  • Blendingsskrift.

Skreytingar

  • Mynd af stafahring á blaði 16v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar á stöku stað (sbr. blöð 7 og 12.

Band

Band (163 mm x 108 mm x 8 mm):

Strigi er á kili og hornum og spjöld eru klædd bláum pappír með brúnum flekkjum

Fylgigögn

  • Fastur seðill (155 mm x 89 mm) með hendi Árna Magnússonar: Eddu síðari partur. Convenire puto cum Eddâ Upsaliensi..

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 422.

Aðföng

  • Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. ágúst 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH jók við 17. september 2009; lagfærði í nóvember 2010,

ÞS skráði 22. apríl 2002,

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 5. mars 1890. Katalog II , bls. 422 (nr. 2368).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, keyptar af Arne Mann Nielsen í apríl 1975. Lánaðar Anthony Faulkes í maí 1975. Hann skilaði 2. ágúst 1976.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn